Úrval - 01.05.1968, Side 64

Úrval - 01.05.1968, Side 64
62 ÚRVAL Kartöflurnar koma tandurhreinar úr þvottinum, veltandi af hallandi færiböndum niður í geymi úr ryð- fríu stáli, þar sem mýkingarupp- lausn og háþrýstisprautun nær hýðinu af þeim. Fimm mínútum síðar velta hýð- islausar kartöflurnar inn í bjart snyrtiherbergi. Þar flytja önnur færibönd þær til handfljótra kvenna, sem sitja við beltin, klædd- ar hvítum svuntum og húfum. Þær skera af allar skemmdir og öll lýti og beina burt kartöflum, sem eru vanskapaðar eða of litlar. Þær kart- öflur eru svo notaðar í framleiðslu annarra tegunda af steiktum kart- öflum, þ. e. smákúlur eða ræmur, í öðrum tveim vélasamstæðum. Konurnar grípa of stórar kartöflur, sneiða þær leiftursnöggt sundur í tvennt og senda kartöfluhelmingana áfram. Ef karöflurnar eru holar innan, eru þær sendar í úrgang. Við hin albeztu skilyrði getur þaul- vön kona meðhöndlað á þennan hátt rúm 4000 pund af kartöflum á klukkustund eða meira en eina á sekúndu. Kartöflurnar velta síðan eftir færiböndum undir röð af alls kon- ar skurðtækjum, sem skera þær í lengjur og skera til brúnirnar á lengjunum, þannig að þær verði gáraðar. Síðan eru bitarnir baðaðir í brennheitu vatni, sem drepur ör- litlar lífverur, sem í þeim kunna að vera, og varnar því, að bitarnir drekki í sig of mikla fitu í steik- ingu. Síðan steypast bitarnir „fölir“ og slyttislegir niður í geysistóra steik- ingargeyma, en í þeim er blanda úr baðmullarfræsolíu og sojabauna- olíu. Verksmiðjan notar fullan flutningabílsgeymi af blöndu þess- ari á hverjum sólarhring, en þar er um að ræða 54.000 pund. Starfs- menn fylgjast vel með klukkum og hitamælum. Séu bitarnir of lítið soðnir, er hráabragð að þeim, og þeir líkjast meira hrárri en soðinni kartöflu. Séu þeir ofsoðnir, bunga þeir út til hliðanna, en falla saman í miðjunni. Og bæti blöndunartæk- in ekki við réttu magni af olíu á nákvæmlega réttu augnabliki, safn- ast fitusýrur saman og gefa bitun- um beiskt bragð. Á beltum, sem hristast sífellt, hrynur burt öll ó- þarfa fita, sem kann að vera utan á bitunum, og síðan steypast þeir niður i 172 feta löng göng, þar sem er frost. Þar harðfrjósa þeir og koma þaðan eftir 15 mínútur. Þá eru þeir skoðaðir við önnur færi- bönd, og úr eru tíndir allir bitar, sem eru ofbrúnaðir eða brotnir. Slxkt er notað til skepnufóðurs. Síð- an fer fram prófun á gæðum og bragði og enn önnur stærðarflokk- un. Að því búnu fer fram vigtun og pökkun í sjálfvirkum vélum. Alltaf er verið að gera tilraunir með nýjar vinnsluaðferðir og aukna fjölbreytni í framleiðslu. f Potato Service Inc. er nú t. d. verið að gera tilraunir með að tilreiða og frysta kartöflusalat, sem á svo að- eins að þurfa að þíða, áður en það er borið á borð. Lánist önnur til- raun, sem verið er að gera, munu bráðlega koma á markaðinn vélar hliðstæðar popkorn-sjálfsölum. Stinga skal peningi í rifu, og þá mun pakki af frystum, fransksteikt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.