Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 18
16
ÚRVAL
kenningum. Honum var ekkert heil-
agt í þessum efnum og hann barð-
ist gegn því öllu í ritum sínum af
eldmóði spámannsins.
Nietzsche trúði því að hann væri
spámaður, sem ætlað væri það ein-
stæða sögulega hlutverk að ryðja
mannkyninu nýja og glæsilega
framtíðarbraut. Hann lagði fyrst
og fremst áherzlu á að kanna, hvað
maðurinn væri í raun og veru. Var
maðurinn í rauninni félagsleg vera,
vera, sem þurfti að tilbiðja eitthvað
og leitaði samkvæmt eðii sínu hins
góða og fagra? Nei, hann var ekk-
ert slíkt. Innsta eðli mannsins var,
samkvæmt kenningu Nietzsches,
viljinn til að drottna. Hvað óþrosk-
aðri menn, hjörðina, snerti, þýddi
þetta vilja til að ráða yfir umhverfi
sínu og lífsskilyrðum sér til örygg-
is, en þroskaðri menn beittu drottn-
unarviljanum til þess að nýta hæfi-
leika sína til fulls, til að verða
frjálsir og alls engum og engu
háðir.
Þessi ofurmenni (eða „super-
menn" eins og Nietzsche kallaði þá)
voru að hans áliti hinir sönnu
drottnarar lífsins, en áður en hann
fór að skilgreina eðli þeirra, tók
hann að rannsaka byggingu þjóð-
félagsins. Hvers vegna var slíkt
mikilmenni sem Napóleon eyðilagð-
ur? Af því að þjóðfélagið verndaði
alltaf „hjörðina“, en barðist gegn
snilhngunum, trúarlegar, pólitískar
og menningarlegar stofnanir þess
voru stofnsettar af drottnunarvilja
hinna „vanmáttugu, auðmjúku,
kúguðu og friðelskandi manna“.
Kristin trú var vinsæl meðal fjöld-
ans, af því að hún gaf honum sál,
færði honum von um eilíft líf og
kenndi, að hinn fátæki og smái væri
æðri hinum volduga. Ennfremur
orkaði syndarkenning kristindóms-
ins lamandi á manninn, dró úr
framkvæmdavilja hans og gerði
hann háðan prestastétt, sem full-
nægði sínum eigin drottnunarvilja
á kostnað hans.
Kristindómurinn og öll trúarbrögð
voru fjötrar, sem Nietzsche hafnaði
með öllu. Hann fordæmdi nútíma-
þjóðfélagið fyrir að veita þeim vald-
ið, sem ætti það ekki skilið — al-
múganum. Hann fyrirleit menningu
nútímans, af því að hún dró hulu
yfir óþægilegar staðreyndir. Hann
leit á lýðræði og sósíalisma sem
stefnur fjandsamlegar ofurmenninu.
Siðgæðiskenningar voru einnig
hlekkir, smíðaðir af hinum kúguðu
til þess að fjötra þá sem skapaðir
voru til forustu. í augum Niet-
zsches var ekkert algilt siðalögmál
til, allt siðgæði var afstætt. Það sem
var gott fyrir einn, var ekki endi-
lega gott fyrir annan. Grundvöllur
nútímalífs var ekki einungis rotinn
og falskur, heldur líka skaðlegur
framþróun mannsins.
Þegar við minnumst þess, hve
auðveldara er að sætta sig við siði
og venjur þjóðfélagsins en að berj-
ast gegn þeim, verður okkur ljóst,
að Nietzsche var hugrakkur maður.
Hann var eins og maður, sem er
staddur í húsi og segir: „Mér líkar
ekki þessi bygging“ — og fer svo
að rífa þakið ofan af höfði sér.
Nietzsche áleit niðurrifsstarfið
nauðsynlegan undirbúning fyrir
hina nýju byggingu, sem hann
hugðist reisa, m.ö.o. hina jákvæðu