Úrval - 01.11.1968, Page 57

Úrval - 01.11.1968, Page 57
ARTURO TOSCANINI 55 hljómsveitarstjóri, sem gat jafnvel látið lélega hljómsveit ná ótrúlegum árangri. Árið 1898 réði hann sig aftur til La Seala og ferðaðist jafnframt með hljómsveit sína til Ameríku. Tíu árum seinna var Toscanini orðinn heimsfrægur maður og bauðst þá starf við Metropolitanóperuna í New York. Hann var eins og venju- lega uppstökkur og gagnrýninn á æfingum, hann var meira að segja svo ruddalegur, að hljómlistar- mennirnir gerðu verkfall. En Tos- canini breytti ekki afstöðu sinni, hann krafðist óaðfinnanlegs leiks, og hann gat ekki heldur breytt skapgerð sinni eða tamið sér prúð- ari framkomu. Hann sagði eitt sinn við hljóðfæraleikara, sem honum líkaði ekki við: „Þér einn standið í vegi fyrir því að þetta tónverk sé túlkað rétt“. Toscanini starfaði lengi hjá Metropolitanóperunni, og með þeim árangri, að hljómsveitin varð sú bezta í heimi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, sneri Toscanini heim til Ítalíu og hélt hljómleika í stærstu borg- um landsins. Þrátt fyrir tilmæli stjórnarvaldanna og ýmissa ofstæk- isfullra manna, neitaði hann að hætta að leika verk eftir Beethoven, Wagner og önnur þýzk tónskáld. í augum Toscaninis var músikin aðalatriðið, en ekki hverrar þjóðar tónskáldið var. Árið 1920 varð hann listrænn ráðunautur La Scalaóperunnar og á næstu fimm árum tókst honum að gera þetta leikhús að því sem það er enn þann dag í dag, háborg óperulistarinnar í heiminum. Á þessum árum gerðist líka ým- islegt annað markvert á Ítalíu. Ben- ito Mussolini komst til valda, barði niður alla andstöðu og gerðist ein- ræðisherra. Hann gaf þá skipun, að mynd af honum skyldi hengd upp í sérhverri opinberri byggingu, þar með töldum leikhúsum, og að alla hljómleika skyldi hefja með því að leika Giovinezza, hersöng fasista. Þessari skipun var hlýtt um gervalla Ítalíu — nema í La Scala í Milano. Toscanini neitaði bæði að hengja upp mynd af Mussolini og leika Giovinezza, en hann var orð- inn svo frægur maður, að Musso- lini gat ekkert gert í málinu ann- að en að neita að sækja hljómleika hans. Skömmu seinna réðust nokkrir ungir fasistar á Toscanini á götu, til þess að refsa honum fyrir óhlýðni hans, en Mussolini var hræddur við almenningsálitið og skipaði svo fyr- ir, að hann skyldi látinn í friði. Toscanini hélt aftur til Ameríku árið 1929 til þess að stjórna sinfón- íuhlj ómsveitinni í New York. Músik hans náði nú eyrum milljóna manna með útvarpi og hljómplötuútgáfum. Þegar hann ferðaðist um Evrópu með hljómsveit sína, var honum tekið sem frægustu kvikmynda- stjörnu. Þó að hann væri í rauninni ekki pólitískur, var það eindregin skoð- un hans, að fasisminn hneppti alla listræna sköpun í fjötra. Þegar Hitl- er komst til valda í Þýzkalandi, hét hann því, að halda þar aldrei tón- leika framar, og nokkru síðar fór hann burt frá Ítalíu og kvaðst ekki koma þangað aftur fyrr en fasism-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.