Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 7
5
ákveðna hæð (oft-
ast 700 ft.).
í fyrra tilfellinu verð-
ur minni hávaði á jörðu
niðri eftir flugtak, ef
þungi flugvélarinnar er
minni, því að með sama
afli hreyfla verður klif-
urhornið meira og flug-
vélin í meiri hæð yfir
næstu húsum. f síðara
tilfellinu er hávaðinn
minnkaður með því að
minnka eldsneytismagn
til hreyflanna og þá um
leið orku þeirra, en að
vísu verður klifurhorn-
ið minna og er því klifri
oftast haldið upp í 2000
ft. Að sjálfsögðu eru
flugvélagerðirnar all
misjafnar, hvað hávaða
snertir og kemur þar
heizt til stærð hreyfla
og fjöldi og eru því
stærstu 4ra hreyfla þot-
urnar yfirleitt hávaða-
samastar. Eftirtektar-
vert er, að ströngustu
reglur um hávaða eru
yfirleitt settar á fjöl-
förnustu flugvöllunum
og þá einkum fyrir þær
flugbrautir, sem stefna
á þétta byggð, sem oft
liggur mjög nálægt
brautarendum. Umferð
um suma þessara flug-
valla er gífurleg, má
nefna sem dæmi: Frank-
furt/Main, þar sem flug-
tök og lendingar voru
170.000 á sl. ári. Á flug-
völlum, sem hafa litla
flugumferð, en liggja
inn í byggð, eru oft sett-
ar takmarkanir í næt-
urflugi. Ef athuguð er
lega nokkurra fjölfar-
inna flugvalla í ná-
grannalöndunum t. d. í
Oslo, London og Kaup-
mannahöfn sést, að
byggðin liggur alveg að
flugvallarsvæðinu, sem
sýnir að annaðhvort
hefur verið valið næsta
fáránlegt land sem flug-
vallarstæði eða borgirn-
ar hafa byggzt að flug-
völlunum. Borgaryfir-
völdin líta á flugvell-
ina sem lífæð á borð við
vegakerfi og hafnir og
reyna að fá skilning
fólksins á nauðsyn þess
að hafa flugvellina ná-
lægt, þó að af því hljót-
ist nokkuð ónæði. —
Reynslan hefur sýnt, að
þó borgaryfirvöld kaupi
þau fjölbýlishús, sem
næst liggja flugbraut-
um, eins og gert var í
Kastrup, er feikileg eft-
irspurn eftir íbúðum í
þeim, einkum frá starfs-
fólki flugvallanna. Ef
litið er á vandamál þess-
ara fjölförnu flugvalla
vegna hávaða, sem virð-
ist fá farsæla lausn með
reglum og hóflegu að-
haldi að flugfélögunum
að fara eftir þeim, er
erfitt að ímynda sér að
við hér í Reykjavík