Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 53

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 53
MOBY DICK BATT ENDI Á FERIL . . , 51 inn af skipstjóranum, Akabs, mætir sjálfum erkióvininum, ferst skipið og hvalurinn. Sá eini, sem kemst af er sögumaðurinn, Ismael, en hann bjargar sér á líkkistu. Þessi mikla skáldsaga, sem síðar átti eftir að seljast í milljónum ein- taka og verða jafn vinsæl með bandarískum drengjum og Robinson Crusoe í Evrópu, færði höfundi sín- um ekki svo mikið í aðra hönd, að hann gæti borgað skuldir sínar. Hann skrifaði nokkrar skáldsögur í viðbót, en hylli lesendanna var horf- in. Ekki stoðaði heldur að skrifa sögur í tímarit. Honum tókst samt að komast yfir fjárhagsörðugleikana og jafna sig eftir allt þetta mótlæti. Hann reyndi án árangurs að fá stöðu hjá ríkinu. Það virtist fokið í öll skjól. Þeir einu sem enn höfðu trú á honum voru ættingjar eiginkonu hans og eiginkona hans. Þau studdu hann til utanferðar. Árið 1856 ferð- aðist hann til Palestínu. En Melville var niðurbrotinn maður. Hann sá allt það með eigin augum, sem hann hafði lesið um, en hann kvaldist af heimþrá og fór fljótlega heim. Hann hafði ekki enn fundið sjálfan sig. Hann seldi land- areign sína, þegar heim kom og flutti til Nýju Jórvíkur. Þar fékk hann stöðu sem tollvörður og stund- aði það starf til æviloka af dæma- fárri samvizkusemi. Árið 1886 fékk hann um stund leyfi frá störfum og þá kom aftur upp löngun í honum til að skrifa. Hann reit þá litla skáldsögu, sem fékk nafnið Billy Budd. Hún fannst ekki fyrr en mörgum árum eftir dauða hans. Þá var Melville orðinn frægiu’ fyrir skáldsögu sína, Moby Dick, og fund- ur þessarar skáldsögu varð bók- menntalegur viðburður. Melville dó áður en hann gat yf- irfarið handritið öðru sinni. Eigin- kona hans setti handrit þetta niður í gamla skipskistu ásamt öðrum eft- irlátnum blöðum. Þegar hún dó erfði barnabarn hennar kistuna og handritið fannst. 1924 var þetta meistaraverk, sem hann skrifaði í hárri elli, gefið út og upp frá þeim degi hafa Bandaríkjamenn álitið Herman Melville vera einn af mestu rithöfundum sínum. Kona, klædd pappírskjól, segir við vinkonu sína með ólundlegri röddu: „Æ, ég sá eina kvensnift I afriti af þessum.“ Rarl Wilson. Bandarískur sjúklingur, sem -er að fara í skemmtiferð til Evrópu, spyr lækninn sinn: „Hve margar evrópskar stórborgir þoli ég að af- greiða á 21 degi?“ Barlow. Valdið spillir fáum, en skortur á styrkleika spillir mörgum. Eric Hoffer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.