Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
Margt
er skrítici
Á átjándu öldinni, þegar hár-
greiðsla kvenfólksins var svo fyrir-
ferðamikil, — fyllt með púðri, olí-
um og alls konar skrauti, — að
hún var ekki framkvæmd nema
aðra eða þriðju hverju viku, mátti
lesa í einu dagblaði Lundúnaborgar
eftirfarandi klausu:
„Hin mörgu sorglegu taugaáföll,
sem komið hafa fyrir upp á síðkast-
ið, af því að mýs hafa fundizt í hári
kvenfólksins, hafa leitt til þess, að
félag hinna fögru lista hefur heitið
þeim manni verðlaunum, sem getur
búið til fallegastar músagildrur til
notkunar í rúminu.“
Vinnandinn varð herra Moses
Martingo, sem bjó til silfurmúsa-
gildru, sem seld var fyrir þrjár
guineur.
—0—
Sérstök fóðurblanda, sem hænsna-
bú nokkurt í Rochester í New York
framleiðir, hefur áhrif á ht eggj-
anna. Alla regnbogans iiti er hægt
að fá fram, án þess að það hafi
nokkur áhrif á næringargildi eggj-
anna.
í hitabeltislöndum Suður-Ame-
ríku vaxa tré — Huracrepitans —
sem slöngva ávöxtunum frá sér,
þegar þeir eru fullþroska, með svo
miklum krafti, að það hljómar eins
og skammbyssuskot.
—0—
Dugnaðarkona í Oklahoma, frú
Jersey Arnet að nafni, hefur stofn-
að félag, sem ber eftirfarandi heiti:
„Félag til að berjast gegn því, að
giftir menn hagi sér eins og ógiftir.“
Félagið, sem að því er sagt er hef-
ur þegar fengið fjölmarga meðlimi,
hefur meðal annars á stefnuskrá
sinni að neyða alla gifta menn til
að ganga með giftingarhringinn á
fingrinum, en ekki í vestisvasanum.
—0—
Golfspilari nokkur að nafni Sutt-
on, vann eitt sinn 50 pund og sex
golfkylfur í fallegu leðurhylki í
veðmáli. Einn kunningi hans hafði
veðjað við hann, að hann gæti ekki
slegið golfkylfu frá suðurenda
Towerbridge eftir götum Lundúna-
borgar til Whites Club í St. James
Street í minna en 2000 höggum.
Sutton sló það í 142 höggum, og ef
kunningi hans hefur haldið, að lög-
reglan mundi grípa í taumana, þá
skjátlaðist honum, því Sutton
þurfti aðeins að segja við lögreglu-
þjónana: „Þetta er veðrnál" — og
þá leyfðu þeir honum að halda
áfram.