Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 56

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 56
54 ÚRVAL skurða. Havel er þverá Saxelfar, og hún rennur í Wannvatnið í útjaðri Berlínar. Hvítar baujur sýna, hvar mörkin milli Austurs og Vesturs liggja yfir ána. INNILOKUNARKENND Samanlögð íbúatala Berlínar er nú um 3.200.000. Þar af eru um 2.100.000 íbúar í Vestur-Berlín. fbúatala Vestur-Berlínar heldur stöðugt áfram að minnka. Þetta er ein af fáum borgum heimsins, þar sem offjölgunarvandamálið segir ekki til sín. Ein afleiðing þessa ástands er áberandi vinnuaflsskort- ur. Úr þessum vanda verður að ráða með því að flytja inn vinnuafl frá Vestur-Þýzkalandi, auk Júgóslava, Spánverja, Grikkja og Tyrkja til starfa í verksmiðjum borgarinnar. En Vestur-Berlín er samt ekki að „veslast upp“, eins og Nikita Khru- shchev hélt eitt sinn fram. Fólks- flóttinn er hægur Það fluttust t. d. færri borgarbúar burt í fyrra en árið áður. Aðalástæða þessa brottflutnings er fremur efnahagslegs eða sálfræði- legs en stjórnmálalegs eðlis. Fram- takssamir Berlínarbúar álíta, að þeir muni fá betri atvinnu í Vestur- Þýzkalandi. Og því eru rúm 20% af íbúum Vestur-Berlínar yfir 65 ára að aldri, en aftur á móti aðeins 12% íbúa Vestur-Þýzkalands. Einn- ig er um enn persónulegri ástæðu til brottflutnings þessa að ræða í mörgum tilfellum, því að foreldrar í Vestur-Berlín álíta, að líf barna þeirra sé allmiklum takmörkunum háð, þar eð Vestur-Berlín hefur ekki aðgang að neinum sveitahéruðum og samgönguleiðir til borgarinnar og frá henni eru mjög takmarkað- ar og andrúmsloftið einkennist því nokkuð af eins konar innilokunar- kennd. En hið furðulega er þó, að þrátt fyrir allt þetta finnst manni sem Vestur-Berlín einkennist sköpunar- orku, jákvæðu viðhorfi til nýsköp- unar, vilrðilngu fyrir verðmætum siðmenningarinnar, góðum siðum, lífsgleði og fjörlegri framtakssemi, sem þrungin er bjartsýni þrátt fyrir allt. Opinber þjónustu við almenn- ing er í prýðislagi í Vestur-Berlín eins og vænta má. Hún er ein helzta lækningamiðstöð heimsins, enda hefur hún 5000 læknum á að skipa og hæstu hlutfallstölu allrar Evrópu hvað snertir sjúkrarúm miðað við íbúatölu. Miðað við okkar mæli- kvarða hérna í Ameríku, eru glæp- ir þar næsta fátíðir. í Vestur-Berlín voru aðeins framin 14 morð árið 1967, en aftur á móti rúmlega 700 í New Yorkborg. Húsnæðismálin eru helzta vanda- mál borgarinnar, næst á eftir íbúa- tölunni. Landrými er takmarkað, og það er einfaldlega ekki nóg land- rými fyrir allar þær byggingar, sem borgin þarfnast. Um 350.000 nýjar íbúðir hafa verið reistar síðustu 20 árin, en það er enn þörf fyrir a.m.k. 100.000 nýjar íbúðir. Vandamál þetta verður enn flóknara af þeim sökum, að mikill hluti borgarinnar eða 70% var eyðilagður í stríðinu, og enn getur að líta rústir víðs vegar um borgina. f Grunewaldgarðinum get- ur að líta hálfóhugnanlegar menjar stríðsins. Það er risavaxin hæð, 375 feta há, sem hlaðin hefur verið úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.