Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 100
98
sinni að leggja ekki af morkum lág-
marksvinnu.
Klefarnir í þessum „sérmeðhöndl-
unarskálum“ eru mjög svipaðir
klefunum í einangrunarskálunum.
Og hegningin hér er sú sama . . . .
þ.e. hungur. En fangar, sem hljóta
þessa „sérmeðhöndlun", eru samt
neyddir til þess að vinna jafnvel
enn meira en áður þrátt fyrir
hungrið . Og takist þeim ekki að
leggja fram lágmarksvinnuafköst,
er dregið úr hinum fátæklega mat-
arskammti þeirra. Og þá hefst víta-
hringur, því að þessi minni matar-
skammtur gerir það að verkum, að
vinnuafköstin minnka stöðugt og
meir aftur úr. Maður deyr ekki
beinlínis úr hungri, heldur missir
maður smám saman allan mátt.
Menn, sem hljóta slíka „sérmeð-
höndlun“ árum saman, breytast
smám saman í alger dýr. Þeir
gleyma því alveg, hvað slíkar
dyggðir sem sjálfsvirðing, heiður og
siðferði merkja. í hverjum klefa eru
einn eða fleiri uppljóstrar meðal
fanganna, sem „kjafta frá“ hverju
einasta smáatriði, sem kann að
virðast á einhvern hátt tortryggi-
legt, til þess að krækja sér þann-
ig í svolítinn aukabita eða einhver
minni háttar fríðindi. Aðrir fyllast
algerri örvæntingu og hengja sig
eða þeir skera á slagæðina undir
teppinu í skjóli næturmyrkursins
eða skadda sjálfa sig á hinn hrylli-
legasta hátt.
Dag einn, meðan á dvöl minni
þarna stóð, ákváðu þrír fangar að
fremja sjálfsmorð. Þeir yfirgáfu
tígulsteinaverksmiðjuna í vinnu-
ÚRVAL
tíma og géngu að girðingunni, sem
umlykur svæðið.
„Klifrið ekki uppeftir girðing-
unni! Ég skýt ykkur þá!“ hrópaði
varðmaður í einum varðturninum.
„Gerðu okkur þann mikla greiða.
Bjargaðu okkur fráþessu hamingju-
lífi!“ hrópaði einn fanginn og
byrjaði um leið að klifra upp eftir
girðingunni. Það kváðu við byssu-
skot, þegar hann var kominn upp
á girðinguna, og hann hneig mátt-
laus út af. Lík hans var fast í
gaddavírnum og hékk þarna áfram.
Næsti maður fór að klifra og beið
þess rólegur að hljóta sama dauð-
daga. Og aftur varð varðmaðurinn
í turninum við óskum hans. Og
þriðji maðurinn klifraði einnig upp
eftir girðingunni og var einnig skot-
inn. Síðar var mér sagt, að hann
hefði ekki dáið, heldur hefði hann
sézt á sjúkrahúsi í fangabúðum
númer 3. Þannig losnaði hann að-
eins við „sérmeðhöndlunina“ um
tíma. En hinir höfðu losnað þaðan
að eilífu.
„HÖRUNDSFLÚRAÐI“
MAÐURINN
í sérmeðhöndlunarskálunum varð
ég vitni að ýmsu, sem ég hefði aldr-
ei trúað, að ætti sér stað, hefði ég
ekki séð slíkt með eigin augum.
Hið hræðilegasta var hörundsflúr-
ið, sem sumir fangarnir þöktu
líkami sína með. Ég sá til dæmis
tvo fanga, sem höfðu stungið og
rist þessi orð, á kinnar sínar og enni:
„Kommúnistar eru böðlar“ og
„Kommúnistar drekka blóð fólks-
ins“. Annar fangi hafði rist orð
þessi með stórum stöfum þvert yfir