Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 26

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 26
24 ÚRVAL á sumrin. Við átum af skyldu einni saman, fyrsta matargleðin var lið- in hjá og kjálkarnir þreyttir. Svo var farið að segja sögur. Ró og værð færðist yfir okkur, og ég sagði frá jólum eins og ég þekkti þau úr öðru, fjarlægu landi, og frá matskemmtunum, sem þar tíðkast. En glampinn í augunum dofnaði, og menn tóku að dotta. Við vorum þreytt eftir veiðiskapinn og úttroð- in af öllum þessum mat og svefn- þurfi. Veiði, matur og gleði; við þetta hafði tíminn liðið, en hve lengi höfðum við enga hugmynd um. Eg vissi það eitt, að þannig höfðu jólin liðið, mánaðardagurinn skipti mig engu máli. Hann fyndi ég fljót- lega þegar heim kæmi til horna- mælisins míns og stjörnufræðinnar. Hér naut ég þess eins að vera í beinni snertingu við æðaslátt lífs- ins sjálfs, heilbrigðar sálir í hraust- um líkömum, gott fólk í dýrðlegu umhverfi. Og hérna var ásinn, sem gleðin snerist um þennan vetur. Þennan mikla mat höfðum við fengið sendan frá móður hafsins, sem býr niðri á botni djúpsins. Af auðæfum sínum sendi hún okkur fjórtán stóra hvali, og aldrei heimt- ar hún dýrkun nokkurs manns, ekki einu sinni þakklæti. Menn þekkja hana, virða og óttast. Nú bar okkur aðeins að gera hinum byggðunum viðvart, þá kæmu gistivinirnir og dagarnir liðu við bumbuslátt og fé- lagsgleði, en þó fyrst og fremst við mat. Fám dögum síðar hélt ég ferð minni áfram með sleðann hlaðinn kjöti og náhvelistönnum, og mér fylgdu minningarnar um allt það, sem ég hafði séð, um jól, þar sem hver mínúta var lofsöngur til gleð- innar og þrunginn þeirri elsku til lífsins, sem ég mujn aldrei geta gleymt meðan ég lifi. Það, sem við álítum vera örlagaríka óhamingju fyrir okkur, kann bara að reynast olnbogaskot, sem vekur okkur og heldur okkur við efnið. Eiginkonan horfir á eiginmanninn, sem er að reyna að veiða með stöng í vatnsfötu í eldhúsinu. í fötunni e.r vatn, en enginn fiskur. Hún snýr sér að vinkonu sinni o.g segir: „Ég færi með hann til sálfræðings, ef okkur vantaði bara ekki svo óskaplega fisk í soðið núna.“ Skilgreining fyrirbrigðisins „krepputímar“: Það eru tímabil þau, þeg- ar við verðum að vera án ýmissa þeirra hluta, sem afa okkar og ömmu dreymdi jafnvel aldrei um. Það var skollin á hitabylgja, og t.vær ,flær ákváðu að flytja sig úr svefnherberginu fram í setustofuna. ,,Jæja,“ sagði önnur, „eigum við að hoppa eða taka hundinn?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.