Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 23
MIÐSVETRARVEIZLAN í THULE
21
þessara hvala hafði dvalizt of lengi
við fengsælan fiskistað. Svo hafði
kuldinn lagzt yfir skyndilega og
fjörðinn ísilagt inn eftir. Þeir höfðu
haldið opinni vök til að anda upp
um, meðan þeir veiddu lýsu, eftir-
lætisfæðu sína. En vökin þrengdist
enn meir, jafnvel hvali skortir afl
á við náttúruna. Nú var hún ekki
stærri en svo, að tveir hvalir kom-
ust að í einu til að anda. Hvílík
barátta þarna undir ísnum! Við
vorum sem lömuð af hugsunum
okkar, þegar okkur skildist örvænt-
ingin, sem hlaut að hafa heltekið
þessi dýr, lokuð úti frá súrefninu
og lífinu. Þau tróðust fram í ör-
væntingu. Hér var ekkert rúm fyr-
ir hjálpsemi né félagshyggju. Það
var baráttan um andrúmsloftið, sem
hér var háð, og því varð hún svo
miskunnarlaus. En fyrir okkur
táknaði hún mat; margra daga
hundafóður og spik. Hér var ná-
hvelishvelja og rengi í ótal veizlu-
máltíðir, allur kynþátturinn gæti
komið til okkar; samvistargleðinn-
ar yrði notið við okkar bústað í
Melvilleflóanum þennan vetur.
Þó að við, að vísu, værum ekki
heimamenn hér og á leið til ann-
arra staða, en ferðamaðurinn sezt
um kyrrt, þar sem veizlan býðst
mest, og því varð aðsetur okkar nú
hér. Við sendum konurnar til lands,
þar sem kofarnir þrír stóðu. Hund-