Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 75
KRÖFUR FRAMTÍÐARINNAR TIL KENNARANS
73
fyrir mismunandi skoðanir og gáf-
ur. Það verður að gera þá kröfu til
kennarans, að hann hagi störfum
sínum þannig í skólanum og leggi
á það ríka áherzlu, að dyggðir og
hæfileikar barnanna eru honum
ekki óviðkomandi. En það hvílir á
honum ábyrgð, ásamt öllu öðru full-
tíða fólki. Þessi ábyrgð er fólgin í
áhrifunum á börnin. Það hlutverk
á að standa efst á blaði í öllu hans
starfi og allra þeirra, sem hafa ein-
hver áhrif á uppeldi barna.
Aðra kröfu verðum við einnig að
gera til kennarans, hún er sú, að
hann sífellt, ásamt starfsbræðrum
sínum, æfi og kenni sjálfum sér
ómissandi tækni í sambúðarlistinni,
sem hann þá um leið kennir nem-
endum sínum. Þar verður að vera
um stöðuga þróun að ræða. Þetta
er grein, sem ekki er hægt að læra
í menntaskóla, kennaraskóla eða á
sérstökum námskeiðum.
Þetta er stærsta krafan, sem við
hinir fullorðnu, nokkru sinni höf-
um staðið andspænis. — Hún hef-
ur úrslitaáhrif í framtíðinni.
Segið mér svo — hvaða kröfur
gerir þú til kennara framtíðarinn-
ar, sem á að vinna með börnum
þínum? Finnur þú stöðugt til
hins nagandi sársauka ef þú held-
ur, að þekkingarforðinn, sem þú
miðlar litlu börnunum, sem vona
á þig, sé of lítill? — Spyrð þú allt-
af fyrst og fremst um tölur, ein-
kunnir og hannanir fyrir góðum ár-
angri af þekkingarmiðluninni, sem
verða þó stöðugt að breytast á kom-
andi árum og áratugum? Eða finn-
ur þú mest til, þegar barninu þínu
vegnar ekki vel, þegar það er dreg-
ið áfram í gegnum allt kerfið og
áhrifin frá forskolanum eru máð
út? Ertu kominn eins langt og pabbi
og mamma, að þú vitir, að vagn-
inn, sem flytur með sér þekkingu
alls heimsins, ástand og aðstöður
af ýmsu tagi, getur mjög auðveld-
lega oltið um hina minnstu þústu
á veginum? Það er það kallað að
vegna vel, ef vagninn veltur ekki.
Krafan verður fyrst og fremst að
vera í samræmi við þær vonir og
óskir, sem bærast í hjarta þínu, en
ekki heila.
Krafan til kennarans um faglega
þekkingu og tækni fellur þó ekki
undir neinum kringumstæðum burt.
Hún er óumflýjanleg. Einnig kraf-
an um að nemendunum vegni vel.
Krafan til kennaranna verður
ekki aðeins að vera sú, að þeir tali
um lýðræði og samvinnu, heldur
lifi hvort tveggja. — Annars munu
nemendur okkar bara halda áfram
að tala um þessa hluti.
Lýðræði á að taka upp sem lífs-
stíl, lífsviðhorf, afstöðu til með-
bræðranna, en það gefur aftur til-
efni til framkvæmda og þroska-
möguleika hvers einstaklings í sam-
félagi við aðra, en jafnframt skyldu
á tillitssemi við aðra menn. Kraf-
an, sem við gerum til annarra í
þessum efnum er um leið krafa til
okkar sjálfra. Þetta er lýðræði og
samvinna í framkvæmd.
Við tölum og tölum um lýðræði
og bollaleggjum óendanlega, hvað
það sé og hvaða kröfur það geri til
kennaranna.
Þegar á þetta er litið í stórum
dráttum má kannski skipta mönn-
um í þrjár manngerðir: manninn,