Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 13
BRÉF GETUR GLATT HJARTA . . . .
11
Browning frá dýpstu hjartans rót-
um... að fá slíkt bréf frá slíkum
manni!... Samúð er mér kærkomin
—- mjög kærkomin; en samúð frá
skáldi, frá öðru eins skáldi, er fyrir
mig sjálfur kjarni samúðarinnar.
Eins og kunnugt er, var þetta
upphaf af kunningsskap, er leiddi
til hjónabands. Þessi tvö skáld voru
gift í fimmtán ár, og er sagt, að þau
hafi aldrei skilið daglangt öll þessi
ár, svo ástríkar voru samvistir
þeirra.
Satt er það að vísu, að við erum
ekki öll jafn ritfær og skáld og rit-
höfundar, en það er engin þörf á
íburðarmiklum stíl. Vinir þínir vilja
heyra frá þér með þeim orðum, sem
þér eru eiginleg. Engin mælska get-
ur komið í stað einlægni. Kona, sem
misst hafði mann sinn, sagði mér, að
af þeim 150 bréfum sem hún fékk,
hefðu henni ekki verið kærkomnust
þau bréf sem tjáðu henni hlutdeild
í sorg hennar, heldur þau sem sögðu
henni eitthvað, er bréfritarinn
minntist í sambandi við mann henn-
ar — góðverk, sem hann hafði gert
án hennar vitundar, eða ummæli
sem höfð voru eftir honum og ein-
kennandi voru fyrir hann. Þeim sem
misst hafa ástvin, er sennilega ekk-
ert eins kærkomið og að heyra frá
þér góðar endurminningar, sem þú
átt um hinn látna ástvin.
Ef til vill er ekkert eins erfitt og
að skrifa bréf skuldheimtumanni,
sem þú getur ekki borgað nema að
litlu leyti, eða alls ekki. f mörg ár
kom mér ekki til hugar, að hægt
væri að segja neitt í því sambandi.
En einu sinni, þegar ég var mjög
skuldugur, skrifaði ég stutt bréf til
allra þeirra sem ég skuldaði. Eg
sagði þeim, að ég vonaði, að á til-
teknum degi mundi ég geta borgað
eitthvað upp í reikning minn, og ég
gleymdi ekki að þakka þeim fyrir,
að þeir hefðu sýnt mér það traust
að lána mér.
É'g fékk mörg viðurkenningarbréf
næstu daga. Stærsti skuldheimtu-
maður minn skrifaði:
Ef allir viðskiptavinir vorir sýndu
jafn mikla nærgætni og þér, mundi
starf vort vera ólíkt skemmtilegra,
og að vita betur hvernig hagur
okkar raunverulega væri. Við biðj-
um yður að taka yður ekki of nærri
þetta lítilræði, sem þér skuldið oss.
Ef þú viðurkennir skuld þína í
bréfi, og lætur í ljós góð áform um
greiðslu hennar, styrkir það láns-
traust þitt, þegar þú hefir mesta
þörf fyrir það, meira en nokkuð
annað, að frátalinni greiðslu skuld-
arinnar.
Þögn er gull, þegar einhver er að
leika lag eftir Chopin, eða þröstur-
inn er að syngja. En „bréfleg" þögn,
þegar þér raunverulega liggur eitt-
hvað á hjarta, er hrein steinaldar-
heimska. Því að til hvers hefir
menningin fært okkur stafrófið og
ritvélina, og póstþjónustuna sem
ber orð okkar um láð og lög og um
loftin, ef ekki væri til þess að við
notuðum það?
Kauptu þess vegna frímerki.
Bréfið, sem þú hefir lengi ætlað að
skrifa, getur kannski glatt hjarta
góðs vinar, eða aflað þér nýs vin-
ar.