Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 24

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 24
22 ÚRVAL arnir voru tregir að fara af stað, en konurnar í Kap York aka hunda- sleðum á við hvern karlmann. Við losuðum veiðitæki okkar af hlass- inu, skutul og fangalínu og flug- beittan flensuhnífinn. Við manneskjurnar erum villidýr innst inni. Það er eins og fjötrar falli af okkur þegar við keyrum skutul á kaf í náhveli og stöðvum dýrið á flóttanum. Það tekur al- deilis í herðar og búk, þegar hval- urinn sendist af stað og strengist á línunni, svo að fleinninn, sem rek- inn var niður í ísinn gegnum lykkju á fangalínunni, hefur næstum því skellt manni. Maður spyrnir við með öxl og fæti og sársaukann af hnykknum skynjar maður einung- is sem fagnaðarbylgju um líkam- ann, bardagagleði tvinnaða eftir- væntingu um hvor muni sigra. Náhveli verða meir en sex metr- ar á lengd, og það er ekki svo auð- velt að draga þessi stóru dýr upp um litla vök upp á ísinn, en hér þurftum við aðeins að skutla niður í vökina til að ná í fórnardýr okk- ar. Bardaginn var of ójafn, því að hér vorum við tveir karlmenn með hnífa okkar og góðan vað, og fyrsta hvalinn drógum við upp úr þannig, að við létum hundaeykið, sem eftir var þegar konurnar fóru eftir mönn- um til hjálpar, draga með okkur, og þegar hvalurinn var hálfur upp úr, komu vesalingarnir niðri í vök- inni okkur til hjálpar og ýttu und- ir. Svo drápum við þann næsta, og hinn þriðja. Við létum þá liggja í snjónum og tókum að skera þann fyrsta í mesta flýti, áður en hann frysi. Meðan við vorum að skipta næsta hval sundur í dásamleg spik- stykki með hveljunni á og blóð- rautt kjötið, svart í tunglskininu, lá umhverfis okkur með öll sín fyrirheit, heyrðum við til manna- ferða langt í burtu. Þeir færðust nær með háum hrópum og hvínandi keyrum, og innan skamms voru þeir komnir til okkar og kölluðu hver í kapp við annan í hrifningu. Auðvitað bar okkur að hagnýta aðstöðu okkar sem allra bezt. Við létum sem ekkert væri, sner- um í þá baki og héldum áfram að skera hvalinn, steinþegjandi. Það var ekki fyrr en komumenn höfðu umkringt okkur algerlega, að Min- ik, félagi minn, rétti úr sér með hægð, tók vænan bita og rétti að næsta manni með þeim svip og orðum, að ætla mátti, að þeir hefðu þegar setið saman og gætt sér á krásum í margar klukkustundir. „Manni gæti dottið í hug, að þig langaði til að fá þér bita af mat- taki (hvalshúð).“ En von bráðar var skopleiknum lokið, við entumst ekki til að halda leikaraskapnum áfram lengur, og innan skamms hömuðumst við allir við veiðarnar. Við drógum hvern hvalinn upp eft- ir annan, og umhverfis okkur hlóð- ust heil fjöll af spiki og húð. Annað slagið hurfu hvalirnir úr vökinni. Ef til vill áttu þeir sér glufu til að anda upp um annars staðar, en þeir komu ætíð aftur. Meðan þeir voru burtu, fengum við tíma til að skera þá hvali, sem þeg- ar voru veiddir. Hvalskurður er erfitt starf og getur reynt á þol- rifin; að innan urðu föt okkar brátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.