Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 65
JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR OG . . .
63
Hannoverbúa undir stjórn Welling-
tons hertoga.
Verjendurnir voru því manníleiri
en óvinaherinn, og þeir höfðu þeg-
ar tekið sér ákveðna stöðu. Liðs-
menn Napoleons voru þreyttir og
slæptir eftir gönguna frá París, en
þeir höfðu einsett sér að ná Bruss-
el á sitt vald eða falla ella.
Hér var um örlög Evrópu að tefla.
Og Napoleon tefldi á tæpasta vað.
Ef honum tækist að vinna sigur á
herjum Prússa, Breta og Hollend-
inga og ná Niðurlöndum aftur á sitt
vald, gæti hann haft allar siglingar
á Rín í hendi sér. Menn færu aftur
að trúa því, að hann væri í raun og
veru ósigrandi og nýtt keisaraveldi
myndi rísa á rústum hins fallna.
Hann varð að láta til skarar skríða,
áður en Bretum og Prússum bættist
liðsafli að heiman eða frá Prússum
og Austurríkismönnum.
Hinn 16. júní bárust fallbyssu-
drunur til Brussel úr suðri og gáfu
hinum óttaslegnu borgurum til
kynna, að orrustan væri hafin. Sig-
ur Napoleons mundi leiða hörm-
ungar yfir borgarbúa. Þess vegna
tóku hyggnir borgarar saman fögg-
ur sínar og flýðu til norðurs með
konur sínar og dætur.
Brezki njósnarinn Jörgen Jörgen-
sen keypti sér sjónauka, setti mat-
föng í malpoka sinn og hélt síðan út
úr borginni. Hann slóst í för með
fótgönguliðum og riddaraliðssveit-
um, sem héldu í suðurátt, en langt
í fjarska ómuðu dimmar drunur
fallbyssnanna.
Örlögin höfðu ætlað honum að
verða sjónarvottur að síðustu stór-
orrustu, sem um getur í veraldar-
sögunni.
Undir kvöld fór hann um smá-
þorpið Waterloo og skömmu síðar
bjóst hann til náða undir beyki-
trjánum í Soignes-skógi ásamt þús-
undum hollenzkra og þýzkra vara-
hða.
Þegar dimmdi, hljóðnuðu fall-
byssudrunurnar í suðri. Öðru
hverju fóru sendiboðar hjá og þá
komust alls kyns sögusagnir á kreik.
Sagt var, að Napoleon hefði unnið
sigur á Prússum við Ligny og rek-
ið fleyg á milli liðsafla Blúchers og
Wellingtons. Prússar höfðu hörfað
til Namur. Bretar höfðu varizt árás-
um Neys og manna hans daglangt
og héldu enn krossgötunum við
Quatre Bras. Frakkar höfðu nú bú-
izt um til næturinnar, en með
morgninum myndu þeir hefja árás-
ir að nýju.
Að morgni hins 17. hörfuðu Bret-
ar 7 mílur til norðurs frá Quatre
Bras og staðnæmdust við Mont St.
Jean. Er það í útjaðri Soignes-skóg-
ar, örskammt frá þorpinu Waterloo.
Þarna beið Wellington komu Napo-
leons með 72 þúsund manna lið.
í bardögunum daginn áður hafði
mikið mannfall orðið í liði beggja
á vígvöllunum við Ligny og Quatre
Bras. Höfðu 15 þús. manna lið fallið
í liði Prússa, 5 þús. í liði Breta og
10 þús. í liði Frakka. Eftir þvílíkt
blóðbað varð nokkurt hlé á bardög-
um, meðan hershöfðingjarnir end-
urskipulögðu heri sína.
Napoleon hafði fengið Grouchy
hershöfðingja það hlutverk að reka
flótta Prússa. Hafði hann á að skipa
33 þús. manna. Sjálfur hélt keisar-