Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 29

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 29
SIGUR FYRIR KENNY 27 eins og jurt. Samt sem áður gátum við ekki fengið aðra sjúkdómsgrein- ingu en þá, sem barnalæknarnir höfðu fyrst gefið. Þegar við fórum aftur til heimilislæknisins okkar og sögðum honum, hvað gerzt hafði, sagði hann aðeins: „f þessu tilfelli verðið þið að vera félagsráðgjafarn- ir, að minnsta kosti þangað til lækn- isfræðin hefur komizt jafnfætis ykkur. Við reyndum hvað við gát- um, en vorum að sjálfsögðu harla lítið búin undir þetta nýja starf. Rúmlega ársgamall var Kenny farinn að ganga. Núna var hann alls staðar, ofan í öllu, sífellt á iði og aldrei kyrr. Skömmu síðar fór hann að tala. Og þá munaði nú heldur ekkert um það. Stundum sagði hann sama hlutinn fimm eða sex sinnum. En þegar hann var fjögurra ára gamall, fór hann að fá illskuköst, og þá hagaði hann sér stundum á ofsafenginn hátt. Þá var hann ann- að árið á barnaheimilinu. Hann öskraði, hrópaði og grét, braut leik- föngin og réðst meira að segja á hin börnin, beit þau og sló. Mjög óvæntur þroski átti sér svo stað hjá honum, þegar hann var fimm og hálfs árs gamall. Judy systir hans var þrem árum eldri en hann, og þau léku sér oft saman. Kvöld nokkurt kom Judy niður í eldhús með Kenny við hönd sér. ..Kenny langar til að sýna ykkur dálítið," sagði hún. Kenny, sem hélt á lestrarbók fyr- ir byrjendur í annarri hendi, opnaði nú bókina og tók að lesa upphátt af fyrstu blaðsíðunni. „Hvað heyri ég? Lærði hann bókina utan að?“ spurði ég undrandi. „Nei, hann les,“ sagði Judy gremjulega. „Veiztu,“ sagði Kenny og kom nú alveg upp að mér, „veiztu, ég kann að lesa?“ Við Miriam minnumst enn ljós- lega þessa atviks og hversu við vor- um undrandi. Við höfðum af ásettu ráði ekki gert nokkra tilraun til að kenna Kenny að lesa, þar sem við héldum, að það yrði of mikil áreynsla fyrir hann. Og enn síður vissum við, hvað Judy var að gera. É'g man, að ég náði í dagblað, leitaði þar að einföldu orði og benti á það. Kenny las það samstundis og einnig næstu orð, sem ég benti á. Við spurðum nú Judy, hvernig hún hefði kennt honum að lesa, þar sem við héldum að þar væri ef til vill að finna lykilinn að því, hvernig Kenny færi að því að læra. En Judy gat engar upplýsingar gefið. Þetta hafði bara gerzt einhvern veginn, þegar þau voru í skólaleik,“ sagði hún. Hún botnaði ekkert í þessum látum. „Nú læra ekki allir að lesa?“ En þrátt fyrir þetta, þá tók Kenny að haga sér miklu verr meðan hann var í fyrstu bekkjum barnaskólans. Þess vegna varð leit okkar eftir að- stoð enn ákafari. Við hittum lækna, sem fullvissuðu okkur um, að Kenny myndi vaxa frá erfiðleikum sínum, eða þá sálfræðinga, sem hlýddu á sögu okkar, en tóku síðan að gefa okkur ráð án þess að hafa einu sinni séð Kenny. En að lokum var þó gerð nákvæm athugun á Kenny við sálfræðistofnun Rutgers háskólans. Hann hafði skaddaðan heila, sem sennilega hafði skemmzt við fæðingu, var okkur sagt. Þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.