Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 9
7
-**
smásögur
A, um .
stormenm B
■ F
**
ÞEGAR ELÍSABET Englandsdrottn-
ing og systir hennar Margrét voru
litlar, dvaldi konungsfjölskyldan í
Balmoral-kastala í Skotlandi í sum-
arleyfi sínu
Á hverjum sunnudegi fór fjöl-
skyldan til guðsþjónustu í litla
þorpskirkju í grenndinni. í eitt
skiptið, þegar þau voru að fara úr
kirkjunni, var tekið eftir því að
Margrét var mjög hugsandi á svip-
inn. Hún var þá fimm ára.
— Um hvað hugsar þú svona
mikið, Margrét, spurði móðir henn-
ar.
— Það er svo skrítið mamma,
sagði prinsessan, að presturinn bað
fyrir pabba og þér og líka fyrir
Elísabet, en ekki fyrir mér. Er ég
þá ekki eins slæm og þið hin?
HALDIN VAR VEIZLA til heiðurs
hinum fræga franska söngvara Yves
Montand, og voru margir frægir
viðstaddir. Undir lokin kom til Mon-
tand maður nokkur, fremur óálit-
legur, rétti honum höndina og sagði:
E'g hef fylgzt með frægðarferli yðar
með hinum mesta áhuga hr. Mon-
tand.
—- Jæja, það gleður mig, sagði
söngvarinn.
— Já, ég veit um alla yðar söngva
og ég hef skrifað hjá mér alla þá
staði, sem þér hafið sungið á.
—- En gaman að heyra, sagði
Montand, og honum skildist að hér
væri kominn ákafur aðdáandi. —
Þér hafið kannski áhuga á tónlist?
— Nei, ekki beinlínis, ég er skatt-
stjórinn í héraðinu yðar.
ÞIÐ HAFIÐ KANNSKI haldið, að
ekki væri hægt að segja fleiri sögur
af Bernard Shaw, en hér er þó ein:
Þeir voru að talast við, Sir Cedric
Hardwicke, hinn frægi skapgerðar-
leikari Breta og Bernard Shaw. Sá
síðarnefndi sagði:
— É'g hef mikið álit á yður sem
leikara, já, ég skal segja yður, að
þér eruð uppáhaldsleikarinn minn
nr. 5.
Sir Cedric varð hálf móðgaður yf-
ir að vera ekki í fyrsta sæti, en
spurði svo:
— Hverjir eru þeir fjórir fyrstu?
— Marx-bræðurnir, svaraði Shaw.
EITT SINN KOM Ava Gardner með
flugvél til San Francisco frá Ástra-
líu, þar sem hún hafði nýlokið við
að leika í kvikmynd.
Þegar flugvélin lenti, sat Ava
kyrr og neitaði að fara út. Hún beið
í flugvélinni í sjö tíma, og henni
var færður matur úr veitingasal
flugvallarins. Frá San Francisco lá
leiðin til New York, og enn sat Ava
sem fastast. Þar kom að flugvélin
hélt af stað til Evrópu.
Hvers vegna hegðaði leikkonan
sér svona? Var hún hrædd við
blaðamennina? Nei, það var ólík-
legt. En í veskinu sínu hafði húr>