Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 108

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 108
106 ÚRVAL (Röntgenmynd sýndi, að hann hafði ekki gleypt skeiðaínar). Hann skýrði klefafélögum sínum frá því, að hann hefði séð Bandaríkjamann- inn og allt það hefði verið rétt, sem félagar hans höfðu sagt honum um þá sérstöku meðferð, er hnn nyti. Hann sagði, að Powers hefði verið klipptur á eðlilegan hátt, en ekki krúnurakaður, hann hefði verið í borgaralegum klæðnaði og hefði virzt vera vel nærður. EFTIRLITSFERÐ Það var farið með fangana út einu sinni á dag til þess að leyfa þeim að hreyfa sig. Það hefði mátt halda, að allir hefðu fagnað því að fá tæki- færi til þess að komast út úr loft- litlum, daunillum klefunum út í hreint og ferskt loft. En í köldustu mánuðunum urðu fangaverðirnir að reka fangana út úr klefunum með harðri hendi. Kuldinn var þá frá 15 niður í 30 stig undir frostmarki á Fahrenheit, og við höfðum aðeins stutta herðaslá yfir baðmullarbún- ingunum sem smeygt er yfir höfuð- ið, þ.e. líkt og Indíánar nota. Þetta voru allt gömul föt, sem voru alveg að gliðna í sundur eftir fjölmarga þvotta. Þar að auki voru allir aðfram- komnir af hungri, holdlitlir og tærð- ir, með mjög lítinn líkamshita. Föngunum var mjög oft kalt. Við gengum um garðinn, hvern hringinn á fætur öðrum, stöppuðum niður fótunum og börðum saman hand- leggjunum til þess að reyna að halda á okkur hita. Læknarnir veittu þeim einum undanþágu frá útivistinni, sem voru orðnir ófærir um að ganga. Gömlu og veiku fang- arnir sátu úti í horni í garðinum, alveg við girðinguna. Þar húkti þeir skjálfandi í heila klukkustund án þess að hreyfa sig. Það var eins og okkur tækist ekki að láta okkur hlýna, eftir að við komum aftur inn í klefana. Klef- arnir voru svo kaldir, að við breidd- um herðaslá eða teppi yfir tepottinn á næturnar, svo að það frysi ekki í honum. Og við hrúguðum ofan á okkur öllum þeim fatadruslum, sem tiltækar voru, þar á meðal drusl- unum, sem voru ofan á dýnunum og áttu að notast sem lök. Og hið sama endurtók sig, hvað böðin snerti, en þau fengum við á 10 daga fresti í baðhúsi fangelsisins. Á sumrin biðum við óþolinmóðir þessa daga, þar eð við þráðum að geta hreinsað líkami okkar og feng- ið tækifæri til að aukalegrar göngu- ferðar í tæru sumarloftinu. En á veturnar voru baðdagarnir sann- kölluð kvöl. Nýkomnir fangar hlökkuðu til þessara daga og von- uðust eftir því, að fá tækifæri til þess að þvo sér rækilega og að þeim mundi hlýna svolítið af heita vatn- inu. En því var nú ekki að heilsa! Vatnið var svo kalt, að jafnvel ung- ur maður, eins og ég, sem var alinn upp í Síberíu, varð svo loppinn á höndunum, að þær urðu alveg mátti- lausar. Og baðhúsið sjálft var svo kalt, að veggirnir voru oft klaka- húðaðir. Maður fylltist ofsareiði, er maður stóð þarna allsnakinn og kuldinn nísti innyfli manns í stál- klóm sínum. En hvers vegna mótmælum við ekki slíkum pyntingum. Ég skal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.