Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 71
JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR OG ...
69
ríkisráðuneytisins. Jörundur talaði
ensku, frönsku, þýzku og norður-
urlandamálin og kunni auk þess
nokkur skil á rússnesku, pólsku og
spænsku. Hann myndi því verða
manna færastur til að safna saman
ýmiskonar fróðleik og upplýsingum,
sem orðið gætu brezku fulltrúunum
á friðarráðstefnunni til ómetanlegs
gagns. Hann klæddist ríkmannlega,
hafði fullar hendur fjár og um-
gekkst daglega ýmsa tignarmenn í
þeim alþjóðlega hópi stórmenna,
sem þá voru í París. Næstum dag-
lega fékk hann tilmæli um að afla
ákveðinna upplýsinga eða fá stað-
festingu á því, hvort þessi eða hin
kviksagan væri á rökum reist, og
stundum kom það jafnvel í hans
hlut að breiða út sögur. Starfsmenn
utanríkisráðuneytisins voru hæst-
ánægðir með árangurinn af þessu
starfi hans. f ágúst kom Castlereagh
lávarður til Parísar með föruneyti
sínu. Rússakeisari, Prússakonungur
og Metternich hinn austurríski voru
þar þá fyrir og í borginni voru líf-
verðir, njósnarar og sendiherrar af
ýmsu þjóðerni svo hundruðum
skipti. í útjaðri borgarinnar hafðist
við 500 þús. manna lið sigurvegar-
anna, og daglega fóru hermenn um
borgina í löngum fylkingum.
Loðvík 18. var aftur settur til rík-
is. Lífvörður hans, sem safnað var
saman úr leifum af herjum Napole-
ons, tók einnig þátt í hersýningun-
um. Ferðamenn hvaðanæva að
þyrptust til Parísar til að taka þátt
í friðarhátíðahöldunum og til þess
að skoða breiðgöturnar og stórbygg-
ingarnar, sem Napoleon hafði látið
reisa; í París var líka að sjá gnægð
listaverk, sem hermenn Napoleons
höfðu lagt hald á víðsvegar um Ev-
rópu.