Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 45

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 45
BIBLÍAN OG BOÐORÐIÐ UM . . . 43 voru ákvæðin, að ef stúlka gat ekki sýnt meydómsmerki sitt við eigin- manni sínum, þá beið hennar sama refsing, hún skyldi grýtt til dauða. En konunni var einnig veitt nokk- ur vernd gegn óréttmætum ásök- unum, og henni var ekki gefið að sök þó henni væri nauðgað. Ef maður ásakaði konu sína um að hún væri flekkuð, er þau gengu í hjónaband, en foreldrar stúikunnar gátu sannað að þetta var ósatt, þá varð hann að greiða föður stúlkunn- ar háar bætur, og var honum óheim- ilt að skilja við hana alla æfi frá því, þó að skilnaður væri annars mjög auðfenginn. Af öllu þessu má sjá, að þegar sjötta boðorðið var sett hjá ísraels- mönnum, og jafnvel löngu seinna, var það ekki látið ganga jafn yfir konur og karla. Mestur munurinn var þó í því fólginn, að maðurinn gat tekið sér eins margar konur og hann vildi, og jafnvel átt börn með þernum sínum og ambáttum, án þess að nokkuð þætti athugavert við það. Þar við bættist, að mað- ur gat umsvifalaust skilið við konu sína. Enga verulega ástæðu þurfti fram að færa, það nægði ef hann var á einhvern hátt óánægður með hana, þurfti hann þá ekki annað en skrifa henni skilnaðarskrá og senda hana síðan frá sér. I Móselögum stendur ekkert um það, hvað talin sé nægileg skilnað- arsök, nema að á einum stað stend- ur, að „ef maður gengur að eiga konu og samrekkir henni, en hún finnur síðan ekki náð í augum hans, af því að hann verður var við eitthvað viðbjóðslegt hjá henni,“ þá skrifar hann henni skiln- aðarskrá. Æðstuprestar síðari tíma höfðu einnig líkar skoðanir á því, hvað væri nægileg skilnaðarsök. Hinn kunni réttarfræðingur Schammai, sem var uppi skömmu fyrir Krist, áleit að skírlífisbrot þyrfti til, en stéttarbróðir hans Hiller, sem ekki var minna frægur, hélt því fram að nægileg orsök væri, ef konan brenndi matinn eða saltaði hann ofmikið — óhapp, sem óneitanlega getur hent beztu hús- mæður — og seinna, þegar fjöl- kvæni var að mestu úr sögunni, og einkvæni orðið ríkjandi, hélt Akiba æðstiprestur því fram, að maður hefði leyfi til að losa sig við konu sína, ef hann fengi ást á annari konu. Hjónaskilnaðir voru líka mjög tíðir á dögum Gamla-testa- mentisins, eins og sjá má af Jesús Syraksbók (42,9), þar sem segir, að faðirinn lifi í stöðugum ótta að gift dóttir hans verði send heim aftur. Það er augljóst mál, að við slíkar aðstæður var ekki erfitt fyrir herra jarðarinnar að halda sjötta boð- orðið. Við komu kristindómsins fékk sjötta boðorðið miklu strangari merkingu. í fyrsta lagi bannaði Jesú afdráttarlaust að menn notuðu sér hina léttúðugu átyllur til skilnað- ar. Já, svo strangt tók hann til orða, að hann sagði, að sá maður, „sem segir skilið við konu sína og geng- ur að eiga aðra, hann drýgir hór gegn henni,“ og enn fremur, að ef konan „skilur við mann sinn og giftist öðrum, þá drýgir hún hór.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.