Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 110
108
flestir hinna trúuðu fara eftir regl-
um og fyxirmælum trúarbragða
sinna, þar á meðal fasta á föstutím-
anum, jafnvel hér á þessum stað.
„Þið eruð að ljúga," sögðu fanga-
verðirnir við þá. ,.Þið eruð bara að
látast.“ En á hinum fyrirskipuðu
dögum föstunnar nærðust þó marg-
ir hinna trúuðu eingöngu á brauði
og vatni.
Nú ætla ég að minnast svolítið á
þá, sem urðu geðbilaðir. Fangarnir
sögðu oft, að það væri ekkert and-
lega heilbrigt eða eðlilegt fólk að
finna okkar á meðal. Og það var
sannarlega erfitt að halda áfram að
vera andlega heilbrigður við þessar
aðstæður.
í klefa einum í Vladimirfangels-
inu tókst nokkrum föngum að ná
í hnífsblað. Svo söfnuðu þeir sam-
an dálitlu af pappír. Síðan skáru
þeir allir svolítinn bita af eigin
holdi, sumir af kvið sínum, aðrir af
fótleggjum. Þeir köstuðu bitunum í
fat, gerðu sér svolítið bál úr papp-
írnum, og tóku að sjóða kjötið. Þeg-
ar fangaverðirnir urðu varir við,
hvað var að gerast, og þutu inn í
klefann, þrifu fangarnir hálfhráa
„kjötkássuna" og reyndu að troða
henni upp í sig.
Ég veit, að það er erfitt að trúa
þessu, en þetta gerðist í raun og
veru. Ég talaði síðar við nokkra af
föngum þeim, sem um var að ræða.
Og hið furðulegasta við þetta allt
saman er, að þeir virtust alveg eðli-
legir á allan hátt. Einn þeirra var
Yuri Panov. Það var varla eftir
nokkur óskaddaður blettur á líkama
hans, því að hann hafði oftar en
einu sinni skorið smábita úr holdi
ÚRVAL
sinu. En samt virtist Panov ekki
vera andlega vanheill.
Við ræddum oft slíka atburði í
fangabúðunum. Ef menn þeir, sem
gerðu slíkt og þvilikt, voru í raun
og veru andlega bilaðir, hvers vegna
voru þeir þá í fangelsi? Þess er
krafizt, jafnvel samkvæmt sovézk-
um lögum, að andlega vanheilt fólk
sé sent á geðdeild eða komið fyrir í
vörzlu hjá ættingjum sínum. En
væru menn þessir andlega heil-
brigðir, hvað er þá hægt að segja
um þau lífsskilyrði, sem koma and-
lega heilbrigðum mönnum til þess
að gera slíkt og þvílíkt?
Þetta er eitt af því, sem þjóðfélag
okkar ætti að yfirvega. En fátt fólk
veit nokkuð um slíkan og þvílíkan
hrylling.
ÁVEXTIR STARFSINS
Ég var alveg óvænt sendur aftur
til fangabúðanna, ári áður en fanga-
vist mín átti að enda. Kannske
þörfnuðust þeir rýmisins í Vladi-
mirfangelsinu fyrir nýja gesti.
Ég kom til Potma snemma sumars
og var sendur til fangabúða númer
7 ásamt nokkrum öðrum föngum.
Við fórum þangað fótgangandi frá
járnbrautarstöðinni í Sosnovka í
fylgd var’ðhunda og vopnaðra her-
manna. Það var svo ósegjanlega
ánægjulegt að ganga eftir veginum,
í gegnum litla bæi og þorp. Og í
fjarska gátum við greint skógana!
Það óx gras við vegarbrúnina. Ég
hafði ekki séð gras í tvö ár.
Fangarnir í fangabúðunum hóp-
uðust strax í kringum okkur, þegar
við vorum komnir inn fyrir hliðið.
Þeir spurðu okkur að nafni, hversu