Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 14
Margir þekkja söguna „í födur.garði“, sem sýnd
hefur venð á sviði og í sjónvarpinu
undir nafninu „Pabbi“. Hér segir höfundurinn
frá hinum eiginlega föður sínum.
Guð og faðir minn
Eftir Clarence Day
aðir minn var fastheld-
inn og einbeittur, og
trúarhugmyndir hans
voru einfaldar og fast-
mótaðar. Frá barnæsku
hafði hann litið á kirkjuna sem
eðlilegan þátt í lífi sínu. Hon-
um myndi aldrei hafa komið til hug-
ar að koma sjálfur á fót slíkri stofn-
un. En hún var nú einu sinni til
og því leit hann á hana sem jafn
ótvíræðan og sjálfsagðan hlut og
bankana. Hún var áþreifanleg og
sýnileg, virðuleg og siðprúð og allt
betra fólk vandi þangað komur sín-
ar.
Á hinn bóginn lét hann kirkjuna
— eða bankana — aldrei ráða yfir
sér. Hann gaf hvoru um sig það sem
því bar að hans áliti; en hann vænti
þess einnig, að þau sýndu honum
þá virðingu, sem honum fannst hann
eiga skilda. Umfram allt fannst hon-
um, að kirkjan ætti að láta sál
mannsins afskiptalausa. Annað var
ósæmileg ágengni, því að sálin var
fyrst og fremst einkaeign mannsins
sjálfs. Og þegar presturinn talaði
um að feta í fótspor helgra manna,
fannst föður mínum það heimsku-
legur þvættingur. Föður mínum
fannst hann sjálfur vera miklu fjöl-
hæfari maður en þessir dýrlingar.
Að hans áliti höfðu þeir vanrækt
níu tíundu af öllum skyldum sínum
— þeir höfðu ekki haft nein við-
skiptasambönd, ekki átt fjölskyldur,
ekki einu sinni greitt skatta.
Móðir mín, sem gerði meira en
bæta úr þeirri guðrækni, er föður
minn skorti, skrifaði einu sinni í
vísnabókina mína: „Óttastu guð og
haltu boðorð hans.“ En einkunnar-
orðin, sem faðir minn skrifaði, voru:
„Gerðu skyldu þína og óttastu eng-
an.“ Siðfræði föður míns var endan-
leg og ótvíræð. Maður átti að vera
upplitsdj arfur, óttalaus og heiðar-
legur, og bursta fötin sín vel; og yf-
irleitt gera alltaf hið rétta á öllum
sviðum lífsins. Hið rétta í trúarleg-
12