Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 60

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 60
ÚRVAL 58 AUSTUR-BERLÍN Austur-Berlín, eSa Sovétsvæði borgarinnar, nær yfir næstum eins mikið landsvæði og öll Vestur-Ber- lín. En þar býr aðeins helmingur þeirrar íbúatölu, sem er í Vestur- Berlín, eða um 1.000.000 manns á móti 2.100.000 íbúum Vestur-Berlín. Þetta er þýðingarmesta kommún- istahöfuðborg heimsins, næst á eftir Moskvu og Peking og kannske einn- ig Hanoi. Það er einnig sú höfuð- borg kommúnista, sem er bezt sett efnahagslega séð. Það eru ýmsir þættir, sem gera hana að því sér- staka fyrirbæri, sem hún er. Meðal- aldur íbúanna er að vísu hár, en samt ekki eins hár og í Vestur- Berlín. Austur-Berlín á víðlend sveitahéruð að bakhjarli, en Vestur- Berlín aftur á móti engin. Þaðan getur Austur-Berlín dregið til sín fólk, og því er vinnuaflsskortuír ekki neitt meiri háttar vandamál þar. Samkvæmt upplýsingum ýmissa Vesturlandabúa, sem þangað hafa komið eða þar dvalizt, er baráttu- þrek borgarbúa mjög mikið, eink- um unga fólksins. Ein helzta ástæð- an er sú, að efnahagsástandið í borg- inni er tiltölulega gott. Borgarbúar vinna að vísu mikið, en ekki aðeins vegna þess, að þeir eru Þjóðverjar og vilja vinna, heldur vegna þess að þeir búa í kommúnistaríki, sem hefur óskoruð völd til þess að beita hörðum aga við þegna sína. Hin eðl- islæga virðing Þjóðverja fyrir völd- um og handbendi þeirra gerir kommúnisku valdsmönnunum auð- veldara fyrir að beita valdi sínu og stjórna. Það er stranglega refsað fyrir sérhverja frávikningu frá „lín- unni“. Borgararnir eru bæði Þjóð- verjar og kommúnistar, sem er anzi sterkt sambland. Þegar við komum til Austur-Berlínar, komum við inn á svæði hins algera einræðis. Álit mitt, grundvallað á kynnum mínum af Austur-Berlín og Austur- Þýzkalandi, er það, að bæði Austur- Berlín og Austur-Þýzkaland sé hér til frambúðar í núverandi mynd sinni, að þar á verði ekki breyting. Kommúnistastjórnin verður fastari í sessi með hverju árinu, sem líður. Og hið kommúniska uppeldi er gagngert. Austur-Berlín hefur breytzt geysilega síðan árið 1948, þannig að í Berlínarborg er ekki lengur um að ræða tvo helminga sömu eindar, heldur tvær gerólíkar, sjálfstæðar eindir Stjórnmálamað- ur einn frá hlutlausu ríki orðaði þetta á eftirfarandi hátt við mig: „Ef það yrði reynt að tengja þessa tvo borgarhluta saman núna, væri slíkt svipað og að reyna að græða hálft epli við hálfa appelsínu.“ Kannske væri réttast að segja, að í skiptingu Berlínar mætti skýrt greina skiptingu Evrópu allrar og alls heimsins í tvo hluta. Örlög hinna tveggja borgarhluta eru al- gerlega komin undir lausn stærra vandamáls. Þar getur ekki orðið um neina lausn að ræða nema innan ramma allsherjar samkomulags, sem tekur til alls heimsins. Þess vegna virðist svo sem Berlín hafi hlotið þau grimmilegu örlög að halda áfram að vera sundurrifin um langa hríð enn þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.