Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 25
23
MIÐSVETRARVEIZLAN í THULE
svitablaut, en að utan brynjuð af
frosnu blóði og sjó.
En meðan veiðigleðin varir, er
maður sem í vímu. Sigurgleðin, vit-
undin um mikið kjöt og tilhlökkun-
in vegna aðdáunar annarra stapp-
ar í mann stálinu. — En nú hurfu
hvalirnir. Meðan við vorum að
skera þann fjórtánda, hurfu þeir
endanlega á brott Þeir voru vafa-
laust skelfdir og leituðu langt í
burt, og vel getur verið, að þeir
hafi fundið auða rennu, ef til vill
leið til hafs. Og víst máttum við
vel við una. í þann mund er kon-
urnar komu akandi með þreytta
hunda okkar fyrir sleðanum, þar
sem öll börnin sátu nú, var veið- :
inni lokið, og þá hófst forleikurinn
að veizlunum.
Hér var nú haldin stóra miðs-
vetrarveizlan í Thule þetta árið.
Við, sem áveðurs búum, fyrir suð-
vestanvindinum, erum nefnilega
jafnan verr birgir af kjöti en fólk-
ið hlémegin.
Nú þurfti að senda af stað sleða
til að breiða út fréttirnar um vetr-
arveiði íbúanna við Melvilleflóann.
Fyrst hugsuðum við þó um okkur
sjálf. Náhveliskjöt er ekki vel fall-
ið til suðu, en hrátt og frosið með
spiki, er það nærandi og góð fæða,
Ijúffengur forréttur, áður en tekið
er til að höggva upp beinfrosinn
mattakhauginn. Og í sannleika var
nú höggvið. Öll viðhöfn var látin
lönd og leið, hver tók sjálfur sem
hann lysti, karlar og konur átu sam-
an meðan rætt var um veiðina.
Ekkert rúm fannst lengur á gólfi
hússins, þannig höfðum við sankað
að okkur kjöti og spiki og heilum
breiðum af mattaki.
Aðeins að magi manns væri ekki
svona lítill. Jafnvel þótt maður fái
sér blund öðru hverju, er ekki hægt
að eta endalaust. Samt er matur og
meiri matur það, sem hugurinn
snýst í sífellu um meðan á ferð-
inni stendur. En í þetta skipti höfð-
um við girnzt meira en við gátum
torgað, og þegar amman gamla kom
með sitt lostæti, harðsteikta hamsa
úr nýju spikinu, sem hún hafði
brætt, þá veitti enginn henni neina
sérstaka athygli. Hún hafði setið
inni í hinu húsinu og brætt spik og
hlakkað til að sjá fögnuð barnanna,
og nú kom hún inn með fulla skál
af þessu óvænta sælgæti; náhvelis-
veiðin á sér nefnilega yfirleitt stað