Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 125
VITNISBURÐUR MINN
123
fóðri. Þær voru allar gulgráar í
framan. Ég virti þær vandlega fjn’-
ir mér og hugsaði: Kannske hef ég
borið einhverja ykkar á sjúkrabör-
um í sjúkrahúsinu! En ég get ekki
borið kennsl á neina þeirra. í þess-
ari halarófu litu þær allar eins út.
Þær voru fangar, ekkert annað.
Halarófan gekk fram hjá mér. Ég
sogaði að mér loftið. Þetta var frjálst
loft, jafnvel þótt það væri Mordo-
viuloft. Það snjóaði. Stórar snjó-
flygsur féllu á mig og bráðnuðu
samstundis á fötum mínum. Þetta
var snemma síðdegis þ. 2. nómvem-
ber árið 1966, fimm dögum fyrir 49
ára afmæli upphafs komraúnista-
stjórnarinnar.
Marchenko settist að í bænum
Aleksandrov, sem er 60 mílum norð-
austan við Moskvu. Og þar var
bókin „Vitnisburður minn“ skrifuð.
í hálft annað ár lifði hann þar til-
tölulega óáreittur. Hann skrifaði
rússnesku yfirvöldunum nokkur
bréf til þess að mótmæla lífsskilyrð-
unum í fangabúðunum. Handrit
hans, sem fjallaði um fangavinnu-
búðirnar og líf fanganna þar, var
auðvitað aldrei gefið út í Sovétríkj-
unum. En samt voru ólögleg eintök
af því stöðugt í umferð.
Þ. 22. júlí árið 1968, mánuði fyrir
innrás Rússa í Tékkóslóvakíu, skrif-
aði Marchenko bréf, sem var 2000
orð á lengd, og sendi það til þriggja
tímarita í Tékkóslóvakíu, til mál-
gagna kommúnistaflokkanna í Bret-
landi, Frakklandi og Ítalíu og til
brezka útvarpsins. f bréfi þessu
vítti hann Sovétríkin fyrir að vinna
af alefli gegn umbótum í anda
frjálslyndis í Tékkóslóvakíu.
„Ég skammast mín fyrir land
mitt,“ skrifaði hann í bréfi þessu.
„Ég mundi líka skammast mín fyr-
ir landa mína, ef ég tryði því að
þeir styddu allir stefnu Sovétstjórn-
arinnar. En ég er sannfærður um,
að því er ekki þannig farið. Það er
aðeins skáldskapur, að íbúar Sovét-
ríkjanna hafi skoðanasamstöðu.
Þetta er goðsögn, sem hefur mynd-
azt við heftingu þess sama mál-
frelsis, sem haldið er lífinu í í Tékk-
neska sósíalíska lýðveldinu.“
Viku seinna var Marchenko tek-
inn fastur í ferð, sem hann fór í til
Moskvu. Sagt er, að réttarhöldin yf-
ir honum hafi farið fram um miðjan
ágúst. Hann var dæmdur til eins
árs þrælkunarvinnu í sömu fanga-
búðunum, sem hann hafði lýst á
svo lifandi hátt.
I formála að „Vitnisburði mín-
orð, sem Usov höfuðsmaður, vinnu-
flokksstjóri hans í fangabúðunum,
mælti eitt sinn til hans: „March-
enko, þú ert aldrei ánægður með
neitt. Það eina, sem þú vilt gera, er
að hlaupast á brott! Hvað hefur þú
svo sem gert til þess að bæta hlut-
ina?“
„Ef ég hitti nú Usov höfuðsmann
aftur í fangabúðunum eftir öll þessi
skrif mín.“ heldur Marchenko áfram
„ætla ég að segja við hann: „Ég
gerði allt, sem í mínu valdi stóð.
Hingað er ég kominn enn á ný.“