Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 125

Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 125
VITNISBURÐUR MINN 123 fóðri. Þær voru allar gulgráar í framan. Ég virti þær vandlega fjn’- ir mér og hugsaði: Kannske hef ég borið einhverja ykkar á sjúkrabör- um í sjúkrahúsinu! En ég get ekki borið kennsl á neina þeirra. í þess- ari halarófu litu þær allar eins út. Þær voru fangar, ekkert annað. Halarófan gekk fram hjá mér. Ég sogaði að mér loftið. Þetta var frjálst loft, jafnvel þótt það væri Mordo- viuloft. Það snjóaði. Stórar snjó- flygsur féllu á mig og bráðnuðu samstundis á fötum mínum. Þetta var snemma síðdegis þ. 2. nómvem- ber árið 1966, fimm dögum fyrir 49 ára afmæli upphafs komraúnista- stjórnarinnar. Marchenko settist að í bænum Aleksandrov, sem er 60 mílum norð- austan við Moskvu. Og þar var bókin „Vitnisburður minn“ skrifuð. í hálft annað ár lifði hann þar til- tölulega óáreittur. Hann skrifaði rússnesku yfirvöldunum nokkur bréf til þess að mótmæla lífsskilyrð- unum í fangabúðunum. Handrit hans, sem fjallaði um fangavinnu- búðirnar og líf fanganna þar, var auðvitað aldrei gefið út í Sovétríkj- unum. En samt voru ólögleg eintök af því stöðugt í umferð. Þ. 22. júlí árið 1968, mánuði fyrir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu, skrif- aði Marchenko bréf, sem var 2000 orð á lengd, og sendi það til þriggja tímarita í Tékkóslóvakíu, til mál- gagna kommúnistaflokkanna í Bret- landi, Frakklandi og Ítalíu og til brezka útvarpsins. f bréfi þessu vítti hann Sovétríkin fyrir að vinna af alefli gegn umbótum í anda frjálslyndis í Tékkóslóvakíu. „Ég skammast mín fyrir land mitt,“ skrifaði hann í bréfi þessu. „Ég mundi líka skammast mín fyr- ir landa mína, ef ég tryði því að þeir styddu allir stefnu Sovétstjórn- arinnar. En ég er sannfærður um, að því er ekki þannig farið. Það er aðeins skáldskapur, að íbúar Sovét- ríkjanna hafi skoðanasamstöðu. Þetta er goðsögn, sem hefur mynd- azt við heftingu þess sama mál- frelsis, sem haldið er lífinu í í Tékk- neska sósíalíska lýðveldinu.“ Viku seinna var Marchenko tek- inn fastur í ferð, sem hann fór í til Moskvu. Sagt er, að réttarhöldin yf- ir honum hafi farið fram um miðjan ágúst. Hann var dæmdur til eins árs þrælkunarvinnu í sömu fanga- búðunum, sem hann hafði lýst á svo lifandi hátt. I formála að „Vitnisburði mín- orð, sem Usov höfuðsmaður, vinnu- flokksstjóri hans í fangabúðunum, mælti eitt sinn til hans: „March- enko, þú ert aldrei ánægður með neitt. Það eina, sem þú vilt gera, er að hlaupast á brott! Hvað hefur þú svo sem gert til þess að bæta hlut- ina?“ „Ef ég hitti nú Usov höfuðsmann aftur í fangabúðunum eftir öll þessi skrif mín.“ heldur Marchenko áfram „ætla ég að segja við hann: „Ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð. Hingað er ég kominn enn á ný.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.