Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 38
Auglýsingatœlini nútímans hefur gert kvikmyndastjömumar
og fegurðardrottningarnar að fyrirmynd
allra kvenna.
uglýsingastarfsemin er
sannkallaS stórveldi.
Og það er vald, sem
reynir á allan hátt að
villa kvenþjóðinni sýn.
Við skulum taka nokkur dæmi:
Við skulum ímynda okkur þá fá-
sinnu, að allt eyðilegðist í Dan-
mörku nema auglýsingar í nokkr-
um tímaritum. Hvaða hugmynd
mundum við þá fá þar um dönsku
konurnar?
Hér kemur hin glæsilega lýsing.
Dönsku konurnar eru mjög falleg-
ar, en því miður deyja þær ungar.
Fæstar verða eldri en þrítugar, lík-
lega vegna þess, að karlmenn hafi
ekki áhuga á eldri konum. Flestar
eru konurnar tággrannar, auðvitað
geta þær fitnað, en þá taka þær
strax megrunarpillur, eða borða sig
aldrei saddar, því að annars dytti
engum manni í hug að dansa við
þær eða ganga út með þeim á
kvöldin.
En þrátt fyrir fegurð kvennanna
þjást þær allar á einhvern hátt,
sumar af svitalykt, aðrar af fúlum
andardrætti, fílapenslum eða öðr-
um leiðindakvillum. En konurnar
kunna ráð við því. Þær nota tann-
krem, góðar sápur og alls konar
ilmvötn -— og enginn vafi leikur á,
að góð sápa gerir konuna hamingju-
sama.
Konurnar hafa allar langa, fal-
lega fótleggi, og þær sýna þá alveg
upp að blúndubuxunum. Þær eru
líka gefnar fyrir að sýna aðra lík-
amshluti. Það er alls ekki nein
strípihneigð, þó að stúlka gangi á
Strikinu á háhæluðum skóm,
brjóstahaldara, nærbuxum og
óhnepptum pels, heldur aðeins
vegna þess að hún er svo ánægð
með tilveruna, og henni finnst að
allir aðrir verði að taka þátt í gleði
sinni.
Þegar stúlkurnar giftast er um-
hverfið geysilega rómantískt — og
mennirnir eru alltaf glæsilegir —■
því að þeir nota sérstakt krem, sem
36
— Húsfreyjan —