Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 117

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 117
VITNISBURÐUR MINN fáir, sem voru náðaðir, af öllum þeim, sem sendu skriflega beiðni um náðun. Hinum var sagt, að þeir hefðu ráðizt á Miðstjórn Flokksins, um leið og þeir gagnrýndu Khrush- chev. Sumum var bara tilkynnt án frekari skýringa, að „ekki væíi hægt að veita neina náðun, vegna þess að afbrot þeirra væri svo al- varlegs eðlis.“ ,,BRÉFAÁSTIR“ Öll árin í fangabúðunum var eitt- hvað að eyrum mínum. Oft hafði ég óskaplegar kvalir og fékk svima- köst. Loks var ég sendur á sjúkra- húsasvæðið í fangabúðum númer 3. Seinna fékk ég bráðabirgðastarf þar sem aðstoðarhjúkrunarmaður. Það er erfitt að ímynda sér, að ástin geti blómgazt við hinar óskap- legu aðstæður fangabúðalífsins. En hún gerir það samt. Sjúkrahúsið, sem ég var á, stóð næst kvensjúkra- húsinu. Á milli þeirra var svolítið bannsvæði. Yið gátum ekki aðeins séð konurnar, heldur var það jafn- vel mögulegt að tala við þær eða kasta til þeirra bréfum. Síðar var sjúkrahúsi okkar breytt, en sjúk- lingunum á sjúkrahúsunum tókst samt enn að halda uppi nokkru sambandi sín á milli. Stundum voru hjúkrunarkonurn- ar eða aðstoðarhjúkrunarmennirnir talin á að koma orðsendingum á millj. En við aðstoðarhjúkrunar- mennirnir unnum til dæmis við að flytja konur á skurðstofurnar og af þeim aftur. Kæmist upp um okk- ur, máttum við alveg örugglega eiga von á dvöl í einangrunarklefa. En engar reglur gátu stöðvað karla og 115 konur, sem höfðu svo lengi farið á mis við tengsl eðlilegs mannlífs. Stundum stóðu þessar bréfaástir í eina viku, en stundum líka árum saman. Oft var fyrsta bréfið sent einhverri eða einhverjum af handa- hófi, hverri eða hverjum sem var. Einföld kynning leiddi af sér ástar- játningar og ákafar óskir um endur- fundi síðar. Þannig faðmaði fang- inn ekki aðeins að sér „konuna“ sína í draumum sínum, heldur hana Na- dyu eða Lúsíu sína, sem hafði sagt honum, að hún elskaði hann. Hann beið óþolinmóður eftir næsta bréfi. Hann hafði sem snöggvast gleymt öllu umhverfi sínu, fangabúðunum, einmanaleikanum, gaddavírnum. Hann beið þess bara óþolinmóður að fá að vita, hvort hún væri enn „hans“ eða hvort hún hefði fundið sér nýjan „draumaelskhuga". Nikolai Semyk átti sér sína heitt- elskuðu „draumadís1.. Það var Luba sem var sérfræðingur í hjálp í við- lögum. Þau höfðu bæði unnið þarna í sjúkrahúsunum um fimm ára skeið og skiptust stöðugt á bréfum fyrir milligöngu hj úkrunarkonu einnar. Nikolai gafst jafnvel einstaka sinn- um færi á að sjá og hitta Lubu, þegar hann hjálpaði til að bera kon- ur til skurðstofunnar og þaðan aft- ur. Við reyndum að koma þeim Nikolai og Lubu til hjálpar með því að beina athygli varðmannanna frá þeim, svo að þeim tókst jafnvel að vera einum 1 2—3 mínútur ein- stöku sinnum. Luba átti eiginmann, sem var bezti náungi. Og Nikolai hafði jafn- vel séð hann, er hann kom í heim- sókn í fangabúðirnar. En tilvist eig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.