Úrval - 01.01.1970, Side 117
VITNISBURÐUR MINN
fáir, sem voru náðaðir, af öllum
þeim, sem sendu skriflega beiðni
um náðun. Hinum var sagt, að þeir
hefðu ráðizt á Miðstjórn Flokksins,
um leið og þeir gagnrýndu Khrush-
chev. Sumum var bara tilkynnt án
frekari skýringa, að „ekki væíi
hægt að veita neina náðun, vegna
þess að afbrot þeirra væri svo al-
varlegs eðlis.“
,,BRÉFAÁSTIR“
Öll árin í fangabúðunum var eitt-
hvað að eyrum mínum. Oft hafði
ég óskaplegar kvalir og fékk svima-
köst. Loks var ég sendur á sjúkra-
húsasvæðið í fangabúðum númer 3.
Seinna fékk ég bráðabirgðastarf þar
sem aðstoðarhjúkrunarmaður.
Það er erfitt að ímynda sér, að
ástin geti blómgazt við hinar óskap-
legu aðstæður fangabúðalífsins. En
hún gerir það samt. Sjúkrahúsið,
sem ég var á, stóð næst kvensjúkra-
húsinu. Á milli þeirra var svolítið
bannsvæði. Yið gátum ekki aðeins
séð konurnar, heldur var það jafn-
vel mögulegt að tala við þær eða
kasta til þeirra bréfum. Síðar var
sjúkrahúsi okkar breytt, en sjúk-
lingunum á sjúkrahúsunum tókst
samt enn að halda uppi nokkru
sambandi sín á milli.
Stundum voru hjúkrunarkonurn-
ar eða aðstoðarhjúkrunarmennirnir
talin á að koma orðsendingum á
millj. En við aðstoðarhjúkrunar-
mennirnir unnum til dæmis við að
flytja konur á skurðstofurnar og
af þeim aftur. Kæmist upp um okk-
ur, máttum við alveg örugglega eiga
von á dvöl í einangrunarklefa. En
engar reglur gátu stöðvað karla og
115
konur, sem höfðu svo lengi farið á
mis við tengsl eðlilegs mannlífs.
Stundum stóðu þessar bréfaástir
í eina viku, en stundum líka árum
saman. Oft var fyrsta bréfið sent
einhverri eða einhverjum af handa-
hófi, hverri eða hverjum sem var.
Einföld kynning leiddi af sér ástar-
játningar og ákafar óskir um endur-
fundi síðar. Þannig faðmaði fang-
inn ekki aðeins að sér „konuna“ sína
í draumum sínum, heldur hana Na-
dyu eða Lúsíu sína, sem hafði sagt
honum, að hún elskaði hann. Hann
beið óþolinmóður eftir næsta bréfi.
Hann hafði sem snöggvast gleymt
öllu umhverfi sínu, fangabúðunum,
einmanaleikanum, gaddavírnum.
Hann beið þess bara óþolinmóður að
fá að vita, hvort hún væri enn
„hans“ eða hvort hún hefði fundið
sér nýjan „draumaelskhuga".
Nikolai Semyk átti sér sína heitt-
elskuðu „draumadís1.. Það var Luba
sem var sérfræðingur í hjálp í við-
lögum. Þau höfðu bæði unnið þarna
í sjúkrahúsunum um fimm ára skeið
og skiptust stöðugt á bréfum fyrir
milligöngu hj úkrunarkonu einnar.
Nikolai gafst jafnvel einstaka sinn-
um færi á að sjá og hitta Lubu,
þegar hann hjálpaði til að bera kon-
ur til skurðstofunnar og þaðan aft-
ur. Við reyndum að koma þeim
Nikolai og Lubu til hjálpar með
því að beina athygli varðmannanna
frá þeim, svo að þeim tókst jafnvel
að vera einum 1 2—3 mínútur ein-
stöku sinnum.
Luba átti eiginmann, sem var
bezti náungi. Og Nikolai hafði jafn-
vel séð hann, er hann kom í heim-
sókn í fangabúðirnar. En tilvist eig-