Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 121

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 121
VITNISBURÐUR MINN 119 „Þeir hjálpa honum allir.“ „Hvers vegna? Getur hann ekki séð um sig sjálfur? Það ætti ekki að þolast, að það sé hlaðið svona undir einn mann og skriðið fyrir honum.“ Einn fanganna svaraði þessum að- finnslum á mjög snilldarlegan hátt. Hann svaraði á þessa leið: „En hvað stendur ekki í ykkar kommúnisku Hfsreglum? „Það verður að vera um að ræða gagnkvæma hjálp fé- laganna innbyrðis. Sérhver maður er vinur annars mann, félagi hans og bróðir.“ Leynilögreglumennirnir svöruðu þessu engu. Þeir settu Daniel í vél- smiðjuna og létust þannig vera að auðvelda hlutskipti hans. Við skild- um allir, hvar fiskur lá undir steini. Þeir gerðu þetta ekki af góð- mennsku. Yfirvöld fangabúðanna voru bara sárgröm vegna vinsælda hans. Öllum í fangabúðunum geðj- aðist vel að honum. Stundum buðu Litháarnir honum í skála sína til þess að hlusta þar á þjóðlög. Unga fólkið frá Leningrad bauð honum í kaffi. Ukraníumennirnir hvöttu hann til þess að lesa ljóð sín upp- hátt. „Ég hafði frétt, að allir stjórn- málafangar hefðu verið látnir laus- ir fyrir 10 árum,“ sagði hann í gamni við okkur einn daginn. „Að vísu vissi ég af Gyðingi einum í Kiev, sem stungið var í fangelsi vegna tengsla við ísrael eða af ein- hverjum slíkum ástæðum. Svo þeg- ar við Sinyavsky bættumst í hópinn, hélt ég að stjórnmálafangarnir væru orðnir þrír talsins. Ég áleit, að við yrðum líklega settir í fangabúðir venjulegra sakamanna. Svo frétti ég, að það væru enn til þúsundir stjórnmálafanga. Þeir hafa vissu- lega leikið á okkur!“ Við skelltum upp úr, er við heyrðum þessi orð hans. f júní árið 1966 var hann settur í einangrunarklefa í 15 daga, vegna þess að hann var ekki sagður hafa afkastað lámarksvinnu og var álitinn hafa gert sér upp veikindi. Það var laus beinflís í handlegg hans, og það hafði komið sýking í gamla sárið. En læknirinn neitaði samt að veita honum undanþágu frá vinnu. Og svo þegar Yuri kom ekki til vinnu einn morguninn, var hann fluttur í einangrunarklefa. Hann afbar 15 daga dvöl í ein- angrunarklefanum. En morguninn eftir að henni lauk, var hann dæmd- ur til 10 daga viðbótardvalar þar, og síðan annarrar svipaðar viðbót- ardvalar. Það var engin ástæða fyr- ir þessari hegningu. Þð var aðeins um ofsóknir að ræða. Það var alltaf verið að taka Daniel og stinga hon- um í einangrunarklefa, alveg þang- að til ég yfirgaf fangabúðirnar. Kona hans fékk ekki leyfi til þess að dvelja hinn tilskilda heimsókn- artíma, er hún heimsótti hann. Og hann fékk jafnvel ekki að halda vindlingunum, sem hún færði hon- um. En hann kvartaði samt aldrei, bað aldrei um eitt eða annað og var ætíð fljótur til að verja félaga sína. Við vorum stoltir af því, að Yuri skyldi vera af þeirri manngerð, sem lætur ekki svo auðveldlega beygja sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.