Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 107
VITNISBURÐUR MINN
105
hans. Okkur kom til hugar, að.
kannske hefði Bandaríkjamönnum
tekizt að hafa hendur í hári ein-
hverra af nj ósnurum okkar og skipta
ætti svo á þeim og Powers. Og síð-
ar frétti ég, að þetta hefði einmitt
verið ástæðan.
Við höfðum vitað það allt frá
byrjun, að Powers dvaldi meðal
okkar í Vladimirfangelsinu. Það
hafði verið komið með hann þang-
að beint frá Moskvu í fólksbifreið,
en ekki í fangelsisbifreið. Sumum
föngunum tókst jafnvel að fá tæki-
færi til þess að líta hann augum á
daglegri göngu sinni úti í fangelsis-
garðinum. Þeir sögðu, að Powers
væri klæddur sínum eigin fötum, en
ekki fátæklega, slitna fangabún-
ingnum, sem við máttum bera. Þeir
sögðu, að hann væri velrakaður, en
ekki eins og við hinir, sem vorum
bara skafðir með hárklippum á 10
daga fresti. Og þeir sögðu líka, að
hann væri ekki krúnurakaður eins
og við hinir.
Powers hafði einn klefafélaga, og
naut hann allra sömu fríðinda og
Powers sjálfur. Hann var Eistlend-
ingur eða Letti. Hann virtist vera
menntaður maður og talaði góða
ensku. Hann var að sitja af sér 25
ára dóm, en honum hafði verið heit-
ið frelsi, ef hann færi eftir vissum
fyrirmælum og uppfyllti viss skil-
yrði yfirvaldanna. Hann átti að hafa
ofan af fyrir Bandaríkjamanninum
með viðræðum um kvikmyndir,
bókmenntir og íþróttir, en veita
honum sem allra minnstar upplýs-
ingar um líf og siðið í Sovétríkjun-
um. Og hann átti að koma þeirri
hugmynd inn hjá Powers, að allir
sovézkir stjórnmálafangar nytu
sömu meðferðar og þeir. Yrði Pow-
ers var við eitthvað í fangelsinu,
sem stangaðist á við þessa skoðun,
átti klefafélagi hans að veita sem
líklegastar skýringar á slíku.
Vonir sumra okkar um, að Pow-
ers gæti sagt sannleikann um þetta
helvíti á jörðu, er hann sneri aftur
til lands síns, urðu því að engu.
Hann hafði jafnvel ekki fengið
neina raunsæja hugmynd um hið
raunverulega fangalíf í Vladimir-
fangelsinu.
Fangi einn, Gennady að nafni,
fékkst ekki til að trúa því, að stjórn-
málafangar hlytu mismunandi með-
ferð. Hann reifst um þetta við klefa-
félaga sína. Það fóru allir að hlæja
að honum ,og því hét Gennady því,
að honum skyldi takast að líta Pow-
ers augum og sannfærast um, að
hann hefði rétt fyrir sér í þessu efni.
Nokkrum dögum síðar skýrði einn
klefafélaga Gennadys fangavörðun-
um frá því, að Gennady hefði gleypt
tvær skeiðar. Við leit í klefa hans
kom í ljós, að það vantaði tvær
skeiðar. Og það var farið með
Gennady yfir í sjúkrahúsið til þess
að taka af honum röntgenmynd.
Þegar farið var með hann eftir
ganginum, sem klefi Powers var við,
sleit hann sig af furðu lostnum
fangavörðunum, opnaði hlerann
fyrir gægjugatinu á klefa banda-
ríska njósnarans og virti Powers
vandlega fyrir sér, þar til vörðunum
tókst að draga hann burt.
Nokkru síðar var Gennady svo
fluttur aftur til klefa síns eftir
dvöl á sjúkrahúsinu, áður en hann
yrði fluttur í einangrunarklefa.