Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
ustum á vígvöllunum. Ég finn, hve
máttvana og lítilsvirði orð mín
hljóta að vera sem viðleitni til þess
að létta svo óumræðilega sorg. En
ég get ekki látið ógert að veita yður
þá huggun, sem yður kann að vera
í þakklæti lýðveldisins, sem þeir
hafa fórnað lífi sínu til björgunar.
Ég bið að almáttugum guði megi
auðnast að sefa kvöl sonamissisins,
og láta yður aðeins eftir hugljúfar
minningar um hina horfnu ástvini,
og hið helga stolt, sem yður hlýtur
að hafa hlotnast við að hafa lagt
svo dýrmæta fórn á altari frelsins.
Með einlægri virðignu,
A. Lincoln.
Við ætlum öll að skrifa bréf, bréf
sem á að votta samúð eða ham-
ingjuóskir, viðurkenningu eða vin-
áttu — á morgun eða í næstu viku.
f mörg ár ætlaði ég að skrifa
menntaskólakennara mínum, sem ég
löngu eftir skólavist mína sann-
færðist um, að hefði átt drýgstan
þátt í, að ég varð vísindamaður og
rithöfundur. Og meira en það, þessi
kennslukona hafði hjálpað mér til
að móta lífssjónarmið mín, sem síð-
ar hafa verið grundvöllur að ham-
ingjusömu lífi.
Að lokum skrifaði ég bréfið. Það
kom aftur innan í umslagi frá skóla-
stjóranum, sem tilkynnti mér að
hún væri dáin fyrir tveim árum.
Eg gerði aðra tilraun. í þetta
skipti skrifaði ég prófessor, sem ver-
ið hafði kennari í erfiðustu náms-
grein minni í háskólanum. Hann
hafði verið álitinn þumbaralegur og
viðskotaillur, en reynsla mín hafði
orðið sú, að ekkert af því sem ég
lærði í háskólanum tolldi eins vel í
mér og það, sem hann hafði kennt
mér. Ég skrifaði honum, hve
kennsla hans hefði orðið mér nota-
drjúg. Hér fer á eftir svarið sem ég
fékk:
Ég fékk bréf yðar í gærkveldi,
einmitt þegar mér var sérstaklega
þungt í huga. Það varð til þess að
mér fannst sem lífsstarf mitt hefði
verið nokkurs virði. Ég get fullyrt,
að í þau 35 ár, sem ég hefi reynt að
miðla öðrum af þekkingu minni eft-
ir beztu getu, hefi ég aldrei fengið
eitt einasta þakkar- eða viðurkenn-
ingarorð frá neinum nemenda
minna. Þakka yður fyrir.
Pósturinn er öllum tiltækilegur,
og það er ekki átroðningur að skrifa
bréf, líkt og að heimsækja ókunn-
ugan mann. Ef þér finnst þú hafa
einhver vingjarnleg orð að segja
um einhvern, er engin ástæða til
að skrifa honum það ekki í bréfi,
jafnvel þótt þú þekkir hann ekkert.
Þegar enska skáldið Robert
Browning skrifaði eftirfarandi bréf
hafði hann aldrei hitt viðtakanda;
hann lét aðeins undan sterkri löng-
un, þegar hann hripaði í ákafa:
É'g elska kvæðin yðar af öllu
hjarta, kæra ungfrú Barrett... hinn
ljóðræna ferskleik, hið auðuga mál,
hina næmu viðkvéemni, og djörfu,
sönnu hugsanir; en við það að
ávarpa yður þannig, yður sjálfa, og
í fyrsta skiptið, bera tilfinningar
mínar mig ofurliði. Ég elska, eins og
ég sagði, þessar bækur af öllu hjarta
— og ég elska yður líka.
Undrandi, en yfir sig hrifin af
þessari drifsku, svaraði Elízabeth
Barrett samstundis:
Ég þakka yður, kæri herra