Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 99
VITNISBURÐUR MINN
97
samstundis og húktum hreyfingar-
lausir, þangað til hann hvarf. Okk-
ur tókst að grafa um hálfan metra,
án þess að nokkurt óhapp kæmi
fyrir. En þegar við vorum komn-
ir 20 sentimetrum dýpra, byrjaði
vatnið að streyma upp. Okkur hafði
enn mistekizt! Skyndilega kom
Burov þjótandi inn, en hann hafði
staðið á verði fyrri utan. „Varð-
maðurinn var að ganga fram hjá
glugganum rétt í þessu!“ hvíslaði
hann æstur.
Hafði hann orðið okkar var? Við
flýttum okkur að fylla upp í hol-
una, en þegar við læddumst út úr
skálanum, var allt fangabúðasvæðið
skyndilega upplýst. Birtan var svo
ofsaleg, að við blinduðumst alveg
um stund. Við reyndum að fara í
felur, en varðmennirnir drógu okk-
ur fram úr fylgsnum okkar og létu
höggin rigna yfir okkur. Þeir bera
ekki á sér byssu af ótta við að verða
drepnir, ef föngunum tekst að yf-
irbuga þá. En þeir bera allir mjög
oddhvasst prik, ser þeir nota sem
vopn. Þeir notuðu líka stígvél sín,
sem á eru málmbroddar. Þeir
spörkuðu óþyrmilega í fætur okk-
ar.
„Morðingjar! Kvalarar!" hrópuðu
hinir fangarnir að kvölurum okk-
ar, en þarna hafði safnazt saman
hópur fanga. Varðmenn uppi í ein-
um varðturninum reyndu nú að
hræða fangana með því að skjóta
mörgum byssukúlum rétt fyrir of-
an höfuð þeirra.
Síðan vorum Við teymdir burt.
Ég gekk mjög álútur og bar hend-
urnar upp að andlitinu til þess að
reyna að verja það. Og ég reyndi
einnig að verjast höggunum með
því að beita olnbogunum til varn-
ar. En brátt vr svo komið, að líkami
minn fann ekki lengur fyrir högg-
unum og spörkunum.
Það var farið með okkur til
majors eins, sem skyldi yfirheyra
okkur. Síðan vorum við handjárn-
aðir, og svo var farið með okkur
inn í sérklefa einn. Þar var okkur
stillt upp við einn vegginn og við
barðir á nýjan leik. Nú gátum við
jafnvel ekki notað handleggina til
þess að verja andlitin. Svo skelltu
verðirnir okkur á gólfið og stöppuðu
á okkur með málmsleggnum stíg-
vélunum.
„Já, það var rétt og!“ sagði
majorinn aftur og aftur. „Við skul-
um láta þá minnast þessa, svo að
þeir hafi frá einhverju að segja,
þegar þeir fara að segja hinum
flóttasöguna!“
Að nokkrum tíma liðnum tóku
þeir af okkur handjárnin og drógu
okkur inn í annan klefa. Og þar
lágum við næstu 3—4 daga, blóðug-
ir, marðir og næstum ófærir um að
hreyfa okkur. Öðru hverju var hurð-
in opnuð og einhverjum mat ýtt inn
til okkar. En í fyrstu höfðum við
ekki nægilega krafta til þess að
nálgast matinn.
Við vorum nú á „sérmeðhöndlun-
arsvæði“ eða „spetz“ eins og fang-
arnir kalla það. Hvers konar villi-
dýr eru geymd hér á bak við ramm-
gerða lása, þykka járnrimla og
margfaldar gaddavírsgirðingar, sem
umlykja skála þessa? Það eru allir
þeir, sem reyna að flýja eða sýna
fangabúðavörðum mótþróa eða
gerast sekir um það oftar en einu