Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 123

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 123
VITNISBURÐUR MINN 121 einhverja frekari útskýringu Len- ins. Þegar slík leit reyndist árang- urlaus, sagði liðsforinginn úr leyni- lögreglunni án þess að verða nokk- uð vandræðalegur: „Marchenko, þú túlkar orð Lenins á þinn eigin hátt, svo að þau komi heim við skoðanir þínar. Slíkt er ekki gott. Þú verð.ur áreiðanlega ekki lengi frjáls mað- ur.“ Ég veit, að þegar sovézkir borg- arar utan fangabúðanna heyra um slíkar viðræður, mun þeir segja: „Fjandinn hafi það! Þeir hafa bara meira frelsi í fangabúðunum en við höfum utan þeirra! Við mundum hugsa okkur lengi um, jafnvel heima á okkar eigin heimili, áður en við dirfðumst að segja það, sem Marchenko sagði við yfirmennina í fangabúðunum. Og svo var honum bara sagt, að hann mætti fara, eftir að hann hafði sagt þetta! Hérna ut- an fangabúðanna yrðum við tafar- laust handtekin." Hefði ég sgt þetta í skálunum, hefði einhver uppljóstrarinn skýrt frá því og ég hefði fengið viðbótar- dóm fyrir „áróður meðal fang- anna“. En það er skylda embættis- manna fangabúðanna að sannfœra fanga. Og takist þeim það ekki, er það þeirra eigin sök, eða er ekki svo? Hefði ég verið sá eini, sem deildi og rökræddi, þegar tækifæri gafst, heíðu þeir kannske sent mig til Vladimirfangelsisins. En ég var sannarlega ekki sá eini. Allt unga fólkið í fangabúðunum er einmitt þannig. Og íbúar fangabúðanna verða stöðugt „yngri“ og „yngri“. FRELSI Ég var sendur í einangrunarklefa, rétt áður en að ég skyldi látinn laus. Ástæðan var sú, að ég var veikur og hafði neitað að vinna. Ég fékk 15 daga, og ég var svo máttfarinn, þegar ég kom aftur í skálann minn, að ég reikaði eins og drukkinn mað- ur. En nú átti ég aðeins eftir 17 daga óafplánaða af dómi mínum. Ég hélt til vinnu eins og áður, dró trjáboli og lyfti þeim og mokaði kolum. Ég fékk enn svimaköst, en ég vildi eyða þessum síðustu dögum mínum í fangabúðum með vinnufélögum mínum. Við komum saman, hvenær sem við áttum nokkra tómstund. Tal okkar snerist aðeins um eitt: hvert ég ætlaði og hvernig ég ætlaði að haga lífi mínu, er ég fengi nú frelsi. Ég fengi ekki leyfi til þess að búa í Moskvuhéraði eða Leningradhér- aði vegna laga, sem giltu um innan- landsvegabréf, og ekki heldur í neinni hafnarborg né í landamæra- héruðum. Þar að auki var um að ræða nokkur önnur svæði, sem ég mátti ekki búa á, vegna þess að ég var fyrrverandi stjórnmálafangi. Það yrði ómögulegt fyrir mig að taka aftur tii við fyrra starf mitt sem borvélarmaður vegna heyrnar- taps míns. Ég gæti líklega fengið vinnu við að ferma og afferma bif- reiðir og járnbrautarvöruvagna. Daginn áður en ég var látinn laus skilaði ég aftur öllum þeim fötum, sem mér höfðu verið úthlutuð við komu mína í fangabúðirnar. Snemm næsta morgun komu vinir mínir og kunningjar til þess að kveðja mig. Þeir létu mig hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.