Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 123
VITNISBURÐUR MINN
121
einhverja frekari útskýringu Len-
ins. Þegar slík leit reyndist árang-
urlaus, sagði liðsforinginn úr leyni-
lögreglunni án þess að verða nokk-
uð vandræðalegur: „Marchenko, þú
túlkar orð Lenins á þinn eigin hátt,
svo að þau komi heim við skoðanir
þínar. Slíkt er ekki gott. Þú verð.ur
áreiðanlega ekki lengi frjáls mað-
ur.“
Ég veit, að þegar sovézkir borg-
arar utan fangabúðanna heyra um
slíkar viðræður, mun þeir segja:
„Fjandinn hafi það! Þeir hafa bara
meira frelsi í fangabúðunum en við
höfum utan þeirra! Við mundum
hugsa okkur lengi um, jafnvel
heima á okkar eigin heimili, áður
en við dirfðumst að segja það, sem
Marchenko sagði við yfirmennina í
fangabúðunum. Og svo var honum
bara sagt, að hann mætti fara, eftir
að hann hafði sagt þetta! Hérna ut-
an fangabúðanna yrðum við tafar-
laust handtekin."
Hefði ég sgt þetta í skálunum,
hefði einhver uppljóstrarinn skýrt
frá því og ég hefði fengið viðbótar-
dóm fyrir „áróður meðal fang-
anna“. En það er skylda embættis-
manna fangabúðanna að sannfœra
fanga. Og takist þeim það ekki, er
það þeirra eigin sök, eða er ekki
svo? Hefði ég verið sá eini, sem
deildi og rökræddi, þegar tækifæri
gafst, heíðu þeir kannske sent mig
til Vladimirfangelsisins. En ég var
sannarlega ekki sá eini. Allt unga
fólkið í fangabúðunum er einmitt
þannig. Og íbúar fangabúðanna
verða stöðugt „yngri“ og „yngri“.
FRELSI
Ég var sendur í einangrunarklefa,
rétt áður en að ég skyldi látinn laus.
Ástæðan var sú, að ég var veikur
og hafði neitað að vinna. Ég fékk
15 daga, og ég var svo máttfarinn,
þegar ég kom aftur í skálann minn,
að ég reikaði eins og drukkinn mað-
ur. En nú átti ég aðeins eftir 17 daga
óafplánaða af dómi mínum. Ég hélt
til vinnu eins og áður, dró trjáboli
og lyfti þeim og mokaði kolum. Ég
fékk enn svimaköst, en ég vildi eyða
þessum síðustu dögum mínum í
fangabúðum með vinnufélögum
mínum.
Við komum saman, hvenær sem
við áttum nokkra tómstund. Tal
okkar snerist aðeins um eitt: hvert
ég ætlaði og hvernig ég ætlaði að
haga lífi mínu, er ég fengi nú frelsi.
Ég fengi ekki leyfi til þess að búa
í Moskvuhéraði eða Leningradhér-
aði vegna laga, sem giltu um innan-
landsvegabréf, og ekki heldur í
neinni hafnarborg né í landamæra-
héruðum. Þar að auki var um að
ræða nokkur önnur svæði, sem ég
mátti ekki búa á, vegna þess að ég
var fyrrverandi stjórnmálafangi.
Það yrði ómögulegt fyrir mig að
taka aftur tii við fyrra starf mitt
sem borvélarmaður vegna heyrnar-
taps míns. Ég gæti líklega fengið
vinnu við að ferma og afferma bif-
reiðir og járnbrautarvöruvagna.
Daginn áður en ég var látinn laus
skilaði ég aftur öllum þeim fötum,
sem mér höfðu verið úthlutuð við
komu mína í fangabúðirnar.
Snemm næsta morgun komu vinir
mínir og kunningjar til þess að
kveðja mig. Þeir létu mig hafa