Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
sami hafi gefið upp alla vori um
eðlilega tilveru sér til handa. Sá
hinn sami hlýtur að vera orðinn al-
tekinn kenndinni um, að hann sé
„eilífðarfangi“, eins og getur um í
einum fangabúðasöngnum. Ég velti
því fyrir mér, hvers vegna Shcher-
bakov skyldi hafa gripið til þessa
örþrifaráðs. Hvers vegna hafði hann
skorið eyrað af sér? í hvaða til-
gangi?
Og samt komu þau augnblik al-
gerrar hjálparvana örvæntingar í
fangabúðalífi mínu, er ég varð grip-
inn þessari hugsun: Hvers vegna
ætti ég ekki að skera einhvern hluta
af eigin líkama og kasta honum í
kvalara mína? Á slíkum augnablik-
um spyr maður ekki sjálfan sig: „I
hvaða tilgangi?“
KLEFI NÚMER 54
Ég dvaldi þrjá mánuði á sérmeð-
höndlunarskálunum, og þar að auki
dvaldi ég 15 daga í einangrunar-
klefa. Svo var ég kallaður fyrir „al-
þýðudómstól“ og skyldi þar yfir-
heyrður og dæmdur. Þarna var einn
dómari og nokkrir áheyrendur. Þeir
voru flestir opinberir starfsmenn
fangabúðanna. Einnig voru þar tveir
aðstoðardómarar, roskinn maður og
kona. Voru þau fulltrúar „alþýð-
unnar“. Þau voru þarna bara til
þess að sýnast, bara vélbrúður til
skrauts. Enginn beindi einu einasta
orði til þeirra, meðan á yfirheyrsl-
unum stóð.
Dómarinn hóf nú að spyrja mig
spurninga, en þá tilkynnti ég, að ég
neitaði að taka þátt í þessum skrípa-
leik. Að lokum lýsti hann yfir því,
að dóminum yfir mér skyldi breytt
þannig, að ég skyldi eyða þrem ár-
um í fangelsi, sem ég átti eftir óaf-
plánuð þarna í fangabúðunum.
Ég var nú fluttur til Vladimir,
bæjar eins, sem er 110 mílum fyrir
austan Moskvu. En þar er fangelsi
frá keisaratímanum. Ég var fluttur
þangað í fangaflutningavagni sem
fyrrum (stolypinskyvagni) ásamt
mörgum öðrum föngum, og tók ferð
sú nokkra daga. Á einni járnbraut-
arstöðinni var okkur raðað í raðir,
og vorum við fimm í hverri, og
þannig vorum við látnir þramma
yfir brú, sem lá yfir járnbrautar-
línuna, í fylgd varðmanna og varð-
hunda.
Hópur manna hafði safnazt þarna
saman og fylgdist með því, sem
gerðist. Sumir hrópuðu: „Félagar,
hvert eruð þið að fara?“ Nokkrum
vindlingapökkum var kastað til
okkar, einnig vindlum og jafnvel
peningum.
Þá kom embættismaður einn æð-
andi þar að og öskraði til fanga-
flutningastjórans: „Þú varst varað-
ur við því að láta fangana fara úr
vögnunum í dagsbirtu, svo að fólk
sæi þá ekki. Þú hefur dregið hóp
manna á vettvang eins og á leik-
sýningu."
Ég minnist þess nú, hve oft ég
hafði lesið, að fyrr og síðar í sögu
Rússlands hafði alþýðan ætíð fund-
ið til samúðar með föngum og allt-
af gefið þeim brauð. Dostoevski hef-
ur skrifað, að um hátíðar hafi rignt
gjöfum yfir fanga í Síberíu, brauði
kökum og ýmsu öðru. En nú er það
venja yfirvaldanna að fela fangana
eftir mætti og leyfa jafnvel ekki al-
þýðu manna að líta þá augum!