Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 111

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 111
VITNISBURÐUR MINN 109 langa dóma við hefðum hlotið og fyrir hverjar sakir. „Þið komið frá Vladimirfangelsinu?“ endurtóku þeir spyrjandi. „Grafið fólk lítur betur út en þið.“ Þeir fóru með okkur í matsalinn, og þar fékk ég fullan disk af núðlu- súpu og annan af brauði. „Borðið þið! Borðið þið!“ sögðu þeir hvatn- ingarrómi. Súpan var þunn og eng- in fita í henni, en mér fannst samt, að ég hefði aldrei bragðað betri núðlur, jafnvei ekki heima áður fyrr. „Jæja, vinur, er þetta líkt súp- unni í Vladimirfangelsinu?“ „Nei,“ svaraði ég, „einn skammt- ur hér jafnast á við fimm skammta í Vladimirfangelsinu." Ég tæmdi diskinn, og þá komu þeir með annan. „Borðaðu!“ sögðu þeir. Og þannig sneri ég aftur til heims nauðungarvinnubúðanna. Þar höfðu orðið nokkrar breytingar, síðan ég yfirgaf þær. Hvarvetna gat nú að líta myndir af Khrushchev og setn- ingar úr ræðum hans. í fyrri fanga- búðum höfðum við allir gengið með ,,Stalinhatt“. Nú gengum við allir með svarta „Kúbuhúfu“ úr baðmull. Fangarnir sögðu í gamni, að Ni- kita væri alls staðar að reyna að uppræta öll merki um Stalindýrk- unina, jafnvel hérna í fangabúðun- um. Líkamsástand mitt var mjög slæmt eft.ir tveggja ára dvöl í fang- elsi, en ég varð samt að halda til vinnu að nýju. Mér var skipað í af- fermingarflokk, sem vann við að af- ferma bíla og járnbrautarvagna í flutningagarðinum. Þar var um að ræða trjáboli, kol og ýmis önnur hráefni. Ég hélt, að ég kæmist ekki gangandi heim til skálanna, eftir að ég hafði unnið við að afferma einn járnbrautarvagn. Og næsta morgun logsveið mig í allan líkamann. Ég gat ekki gengið beint, heldur reik- aði ég og skjögraði til og frá. Með- fangar mínir hlógu góðlátlega að mér, og um sinn var hent gaman að gæsagangi mínum. Ég kynntist öllum störfunum í fangabúðum númer 7 af eigin raun á næstu mánuðum. Næstum öll störfin voru unnin með handaflinu einu, jafnvel þegar ýta þurfti 62 tonna járnbrautarflutningavögnum upp 200 metra brekku. Á „pappírn- um“ höfðum við „vélræn hjálpar- tæki“, en þau voru í rauninni ekki annað en skóflur, hakar og nokkrir plankar. Flestallir hinna 3500 fanga fanga- búða þessara unnu í stóru hús- gagnaverksmiðjunni. í tengslum við hana starfaði sögunarmylla og vél- smiðja, sem var reglulegt víti. Þar voru gerðir vélarhlutar úr zinki, áli og koparblöndum. Loftræstingarút- búnaðurinn var mjög lélegur, svo að við önduðum þar stöðugt að okk- ur eitruðum gufum og lofttegund- um. Oft urðum við að þjóta sem snöggvast út fyrir dyrnar til þess að anda að okkur fersku lofti, svo að við fengjum afborið þetta. í lökk- unar- og glj áfægingardeildinni var loftið þrungið útgufun alls konar lakka, áburða og acetone. Þar feng- um við mjög slæman höfuðverk, okkur svimaði og við köstuðum upp. Það var okkur ómögulegt að skila þeim lámarksvinnuafköstum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.