Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 62

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 62
60 ÚRVAL vonum vistin ill. Aldrei er þeim leyft að fara frá borði, ekki mega þeir fá heimsóknir, og öll bréf til þeirra og frá þeim fara um hendur skipstjórans, sem jafnframt er yfir- fangavörður þessa fljótandi fangels- is. Fangarnir geta fátt eitt gert sér til dægrastyttingar; hreinlætistæki öll eru mjög af skornum skammti og hvarvetna mikill óþrifnaður. Er við skyggnumst um þiljur þessarar ömurlegu fleytu, hljótum við fljótlega að veita athygli manni einum, sem með atferli sínu sker sig greinilega úr hópi samfanga sinna. Þessi maður gefur sig lítt að öðrum, en situr löngum við skriftir. Öðru hverju verður honum gengið út að borðstokknum; þar staðnæm- ist hann um stund og mænir dreymnum augum til lands; svo tekur hann enn á ný til við skrift- irnar. Ef við hefðum tækifæri til að kynnast ritverkum þessa manns nánar, mundum við komast að raun um, að þau eru rituð á enska tungu. Okkur þykir atferli mannsins allt hið undarlegasta; vissulega mundi óbreyttur danskur sjómaður gera sér annað til dægrastyttingar við svo erfiðar aðstæður en að skrifa hvert ritið á fætur öðru á framandi tungu, og því þykjumst við þess fullviss, að hér sé énginn venjuleg- ur maður á ferð. Vera má, að af efni ritanna verði nokkuð ráðið um uppruna manns- ins, og því skulum við nú athuga þau nánar. Þar er að finna sorgar- leiki og gamanleiki, drög að sjálfs- ævisögu, að ógleymdu litlu kveri, sem fjallar um stjórnarbyltingu á íslandi árið 1809. Það virðist því ekki úr vegi að ætla, að maður þessi sé að einhverju leyti við ís- lenzk málefni riðinn. Sú er og raun- in á, að nafn hans er órjúfanlega tengt þeim atburði, sem einna sögu- legastur hefur orðið á landi hér. Maðurinn er enginn annar en Dan- inn Jörgen Jörgensen, sem hafði ráð þessarar litlu þjóðar í hendi sér fáeina sumardaga árið 1809 og varð síðar þekktur í íslandssögunni undir nafninu Jörundur Hunda- dagakonungur. Lítið eitt hefur verið ritað á ís- lenzku um æviferil Jörundar, eftir að „yfirráðum" hans hér lauk og hann var fluttur fangi til Bretlands síðla sumars 1809. Mun það mála sannast, að íslenzkir lesendur hafi lengst af talið, að atburðir þeir, sem hér gerðust sumarið 1809, hafi ver- ið eina stóra ævintýrið, sem Jör- undur rataði i um dagana. Annað það, sem á daga hans dreif, bæði fyrr og síðar, hafi engan veginn verið í frásögur færandi, nema þá helzt það, að hann andaðist að lok- um saddur lífdaga í sakamannaný- lendu suður í heimi. Árið 1954 kom út á ensku bók um ævi Jörundar og sýnir hún, að þessi hugmynd er alls ekki alls kostar rétt. Nefnist bókin The Vik- ing of Van Diemen's Land og er eftir Frank Clune og P. R. Step- hensen. íslandsför Jörundar er þar gerð verðug skil, en jafnframt seg- ir frá öðrum ævintýrum hans, sem mörg eru þess eðlis, að segja má, að allur æviferill söguhetjunnar hafi verið sönnun þess, að raunveru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.