Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 28

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 28
26 URVAL minntumst nefnilega þess dags, eins og hann hefði gerzt í gær, þegar Kenny var 7 mánaða gamall og barnalæknarnir felldu um hann eftirfarandi dóm: „Það er engin trygging fyrir því, að þetta barn muni nokkurn ‘tíma geta staðið, gengið eða talað. Satt að segja verður hann kannski aðeins eins og jurt. Ef til vill væri bezt að setja hann þegar á hæli.“ „En getum við ekkert gert fyrir hann?“ spurðum við. „Það eina, sem þið getið gert, er að fara heim og gleðjast yfir heil- brigðu börnunum ykkar tveimur. Ef þið viljið, getum við komið ykk- ur í samband við félagsráðgjafa sjúkrahússins, sem sýnir ykkur, hvernig þið eigið að meðhöndla barnið og aðhæfa aðstæður ykkar því.“ Að sjálfsögðu leituðum við einnig ráða annars staðar. En barnalækn- irinn við Park Avenue, sem okkur hafði verið ráðlagt að hitta, felldi næstum því sama úrskurð og hinir læknarnir, þegar við fórum með Kenny til hans mánuði seinna. Kenny þjáðist af vissri heilalömun og hann myndi aldrei þroskast eins og eðlilegt barn. í þau þrettán ár, sem Kenny hafði nú lifað, voru fyrstu fjórir mánuðir æfi hans þeir erfiðustu. Þá vorum við, foreldrar hans, fullir örvænt- ingar og ótta. Kenny reyndi hvorki að skríða, sitja uppi né standa. Og iafnvel þegar hann var skorðaður í háum stól, féll hann fram fyrir sis án þess að sýna nokkur svip- brigði, líkt og hann væri sér alls ekki meðvitandi um, að hann væri að detta. Hann gaf sjaldan frá sér nokkurt ánægjuhljóð og lék sér lít- ið við leikföngin sín. Hann gerði því næst ekkert nema gráta og gat grátið margar klukkustundir í senn hvernig sem reynt var að leika við hann og sefa. En skyndilega, þegar hann var næstum því árs gamall, kviknaði hjá okkur veik von. Við höfðum tekið á leigu lítið sumarhús í Stroudsburg. Kvöld eitt báðum við konuna í næsta húsi að hafa auga með börnunum, sem öll voru gengin til hvílu, meðan við brygðum okkur frá í verzlunarer- indum. Þegar við komum aftuir, sagði nágrannakonan okkur, að allt væri núna í bezta lagi. En skömmu eftir að við héldum af stað, hafði barnið staðið upp í rúminu og org- að. Hún gat ekki sefað það, en að lokum hafði það þreytzt og stein- sofnað. Við þökkuðum nú konunni fyrir aðstoðina og kvöddum hana. En þó að við hefðum gefið drengnum strangar gætur, höfðum við samt aldrei séð hann standa eða reyna að standa upp. Allan næsta dag hug- leiddum við þetta atvik og um kvöldið, þegar við settum Kenny í rúmið, biðum við spennt eftir því, hvað nú mundi gerast. Og ekki þurftum við að bíða lengi. Á ör- skammri stundu skreið hann upp að rimlunum á rúminu, greip í þá og stóð upp. Og þarna stóð hann og rumdi af ánægju. Mjög mikilvægur atburður hafði nú gerzt. Þótt það gæti vel verið, að Kenny væri ekki fullkomlega heilbrigt barn, var hann alls ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.