Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 119

Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 119
VITNISBURÐUR MINN 117 hugrakkir menn að okkar áliti. Við héldum, að við fengjum kannske bráðlega að heyra rithöfundana segja sjálfa frá málinu, því að við vorum vissir um, að þeir yrðu send- ir í fangabúðirnar í Mordoviu. Við vorum orðnir sérfræðingar í dóm- um og hegningum af alls konar tagi. Og því gátum við okkur réttilega til um dóma þeirra, þ.e. að Sinyav- sky fengi 7 ár og Daniel 5. Það fór nú samt svo, að þeir voru skildir að, en Daniel lenti í fanga- búðunum okkar. Ég hitti hann strax á fyrsta degi hans í fangabúðunum. Hann virtist vera 35—40 ára gam- all og hafði augsýnilega búið sig undir fangavistina, því að hann hafði haft með sér stunginn, fóðr- aðan jakka, hlý stígvél og ryðlitaða loðhúfu með eyrnaskjólum. (Auð- vitað, varð hann svo að láta föt þessi af hendi við embættismenn fanga- búðanna). Daniel hallaði hægri eyranu í áttina til mín, meðan á samtali okk- ar stóð, og bað mig að tala hærra. Ég sneri hægra eyranu að honum og hélt hendinni að því til þess að heyra betur. Okkur var skemmt, er við uppgötvuðum, að við vorum eins konar „tvíburar“, hvað heyrn snerti. Við vorum sem sé báðir heyrnardaufir. Réttarhöldin yfir honum höfðu aðeins verið „opin“ að nafninu til. Áheyrendur voru flestir meðlimir leynilögreglunnar. „Ég er viss um, að vinir mínir hefðu komið,“ sagði Daniel. „En þeim var bara ekki hleypt inn.“ Hægri handleggur Daniels hafði brotnað á vígstöðvunum í stríðinu, og hann hafði ekki gróið rétt né vel. En samt skipuðu yfirmenn fanga- búðanna honum til erfiðustu starf- anna. Hann var látinn vinna við að lyfta þungum trjábolum og moka kolum. Þeir reiknuðu men því, að þeim tækist að brjóta niður við- námsþrótt hans á þennan hátt, þannig að hann neyddist til þess að biðja þá um að leyfa sér að vinna léttari vinnu. í fyrstu var enginn fanganna vin- veittur Daniel. Það hlakkaði í sum- um vegna ógæfu hans. „Lofið hon- um að beygja bak sitt, eins og við hinir verðum að gera! Ætli maður þekki ekki þessa rithöfunda! Þeir lifa í óhófi og skrifa um okkar „Paradís á jörðu“ En þetta óvingii.arnlega viðmót okkar gufaði upp að nokkrum dög- um liðnum. Daniel var óbrotinn og eðlilegur maður, sem kom til dyr- anna eins og hann var klæddur. Hann hafði ekki miklazt af frægð sinni. Þegar hann vann við afferm- ingu, reyndi hann af fremsta megni að leggja fram sinn skerf, jafnvel þótt hann fengi fljótt verki í öxl- ina, þar sem beinin höfðu mölbrotn- að. En hann fór samt aldrei fram á að mega vinna léttari vinnu. Það leið ekki á löngu, þangað til hinir fangarnir voru farnir að reyna að hjálpa honum. Þegar við vorum í næturvinnu, leyfðum við honum að sofa. Og við kröfðumst þess, að vinnuflokksstjórarnir fengju hon- um auðveldari störfin. Bráðlega voru þeir kallaðir á fund rússnesku leynilögreglunnar. „Hver er það, sem hjálpar Daniel?“ spurðu þeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.