Úrval - 01.01.1970, Blaðsíða 81
ÆVÍNTYRAKONAN SEM HEILLAÐl . . .
Paskievich skipaði svo fyrir, að
hún skyldi handtekin. En hún
breytti íbúð sinni í vígi, læsti öll-
um hurðum og bjóst til varnar með
skammbyssu í hendi. Hún hótaði að
skjóta fyrsta lögregluþjóninn, sem
gerði tilraun til þess að brjótast inn
til hennar, skjóta hann til bana.
Lögregluþjónarnir urðu alveg ringl-
aðir og drógu sig í hlé og tóku að
bera saman ráð sín um það, hvern-
ig bezt væri að yfirbuga hana. En
er hér var komið málum, skarst
franski ræðismaðurinn í leikinn og
lýsti því yfir, að hún væri fransk-
ur þegn. Þetta varð til þess að
bjarga henni frá handtöku, en þess
í stað var henni fyrirskipað afdrátt-
arlaust að yfirgefa Varsjá.
Nú komust á kreik alls konar
sögur um hana. Sagt var, að hún
hefði birzt í St. Pétursborg og þar
hefði hún átt stefnumót við keis-
arann. Einnig var sagt, að hún hefði
komið til Berlínar og þar hefði hún
hleypt hesti sínum inn á palla þá,
sem voru fráteknir fyrir Friðrik
Vilhjálm konung og fylgdarlið hans,
er hann var viðstaddur herskrúð-
göngu til heiðurs Rússakeisara.
Lögregluþjónn einn átti þá að hafa
gripið í beizlið á hestinum hennar
og ætlað að teyma hann burt, en þá
átti hún að hafa lamið hann í and-
litið með svipu sinni.
Á eftir þessu fylgdi nokkurra
mánaða ofsafengið ástarævintýri
með hinu mikla og laglega tón-
skáldi, Franz Liszt, í borginni
Dresden. Hann hljóp að heiman frá
d'Agoult greifynju, konu sinni, og
börnum þeirra, vegna Lolu, Þegar
þetta tryllta ástarævintýri þeirra
79
var á enda að nokkrum mánuðum
liðnum, skildu þau að skiptum. Hún
fór til Parísar og reyndi að kom-
ast áfram á sviði danslistarinnar.
Dans hennar fékk ekki góða dóma,
en hún var dáð fyrir fegurð sína.
Fyrst varð rithöfundurinn Alex-
andre Dumas innilega ástfanginn af
henni. Síðan kynntist hún Dujauri-
er, ungum, 1 róttækum blaðamanni,
hinum mesta uppreisnarsegg. Og nú
var röðin komin að henni að verða
innilega ástfangin. í örmum hans
var hún unaðslega hamingjusöm,
kannske í fyrsta sinn á ævinni. En
örlögin höfðu ekki ætlað henni
langa hamingjudaga. f ofsalegum
stjórnmáladeilum móðgaði Dujauri-
er íhaldssinnaðan andstæðing sinn
óþyrmilega. Og maður þessi, M. de
Beauvallon að nafni, skoraði hann
til einvígis. Þeir háðu einvígi með
skammbyssum, og í einvígi því
særðist Dujaurier til ólífis. Parísar-
búar komust í hið mesta uppnám,
því að það varð uppvíst, að de
Beauvallon hafði haft rangt við,
þar eð hann hafði „lagað“ byssurn-
ar svolítið til, áður en einvígið hófst.
Lola varð harmi lostin og hélt nú
á flakk um gervalla Evrópu. Hún
lenti í stuttu ástarævintýri með
Henry, prinsi af Reuss, en hún hafði
engan áhuga á því í raun og veru.
Og 27 ára að aldri hélt hún svo til
Múnchen, þar eð hún hafði frétt, að
í hinu gamla Bæjaralandi ríkti mjög
fjörlegt og frjálslegt andrúmsloft.
Áhorfendur voru orðnir alveg óð-
ir af hrifningu, áður en hún hafði
lokið fyrsta dansi sínum í Hirð-
leikhúsinu í Munchen. Og konung-
urinn játaði, að hann væri alveg