Úrval - 01.01.1970, Side 81

Úrval - 01.01.1970, Side 81
ÆVÍNTYRAKONAN SEM HEILLAÐl . . . Paskievich skipaði svo fyrir, að hún skyldi handtekin. En hún breytti íbúð sinni í vígi, læsti öll- um hurðum og bjóst til varnar með skammbyssu í hendi. Hún hótaði að skjóta fyrsta lögregluþjóninn, sem gerði tilraun til þess að brjótast inn til hennar, skjóta hann til bana. Lögregluþjónarnir urðu alveg ringl- aðir og drógu sig í hlé og tóku að bera saman ráð sín um það, hvern- ig bezt væri að yfirbuga hana. En er hér var komið málum, skarst franski ræðismaðurinn í leikinn og lýsti því yfir, að hún væri fransk- ur þegn. Þetta varð til þess að bjarga henni frá handtöku, en þess í stað var henni fyrirskipað afdrátt- arlaust að yfirgefa Varsjá. Nú komust á kreik alls konar sögur um hana. Sagt var, að hún hefði birzt í St. Pétursborg og þar hefði hún átt stefnumót við keis- arann. Einnig var sagt, að hún hefði komið til Berlínar og þar hefði hún hleypt hesti sínum inn á palla þá, sem voru fráteknir fyrir Friðrik Vilhjálm konung og fylgdarlið hans, er hann var viðstaddur herskrúð- göngu til heiðurs Rússakeisara. Lögregluþjónn einn átti þá að hafa gripið í beizlið á hestinum hennar og ætlað að teyma hann burt, en þá átti hún að hafa lamið hann í and- litið með svipu sinni. Á eftir þessu fylgdi nokkurra mánaða ofsafengið ástarævintýri með hinu mikla og laglega tón- skáldi, Franz Liszt, í borginni Dresden. Hann hljóp að heiman frá d'Agoult greifynju, konu sinni, og börnum þeirra, vegna Lolu, Þegar þetta tryllta ástarævintýri þeirra 79 var á enda að nokkrum mánuðum liðnum, skildu þau að skiptum. Hún fór til Parísar og reyndi að kom- ast áfram á sviði danslistarinnar. Dans hennar fékk ekki góða dóma, en hún var dáð fyrir fegurð sína. Fyrst varð rithöfundurinn Alex- andre Dumas innilega ástfanginn af henni. Síðan kynntist hún Dujauri- er, ungum, 1 róttækum blaðamanni, hinum mesta uppreisnarsegg. Og nú var röðin komin að henni að verða innilega ástfangin. í örmum hans var hún unaðslega hamingjusöm, kannske í fyrsta sinn á ævinni. En örlögin höfðu ekki ætlað henni langa hamingjudaga. f ofsalegum stjórnmáladeilum móðgaði Dujauri- er íhaldssinnaðan andstæðing sinn óþyrmilega. Og maður þessi, M. de Beauvallon að nafni, skoraði hann til einvígis. Þeir háðu einvígi með skammbyssum, og í einvígi því særðist Dujaurier til ólífis. Parísar- búar komust í hið mesta uppnám, því að það varð uppvíst, að de Beauvallon hafði haft rangt við, þar eð hann hafði „lagað“ byssurn- ar svolítið til, áður en einvígið hófst. Lola varð harmi lostin og hélt nú á flakk um gervalla Evrópu. Hún lenti í stuttu ástarævintýri með Henry, prinsi af Reuss, en hún hafði engan áhuga á því í raun og veru. Og 27 ára að aldri hélt hún svo til Múnchen, þar eð hún hafði frétt, að í hinu gamla Bæjaralandi ríkti mjög fjörlegt og frjálslegt andrúmsloft. Áhorfendur voru orðnir alveg óð- ir af hrifningu, áður en hún hafði lokið fyrsta dansi sínum í Hirð- leikhúsinu í Munchen. Og konung- urinn játaði, að hann væri alveg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.