Úrval - 01.01.1970, Síða 62
60
ÚRVAL
vonum vistin ill. Aldrei er þeim
leyft að fara frá borði, ekki mega
þeir fá heimsóknir, og öll bréf til
þeirra og frá þeim fara um hendur
skipstjórans, sem jafnframt er yfir-
fangavörður þessa fljótandi fangels-
is.
Fangarnir geta fátt eitt gert sér
til dægrastyttingar; hreinlætistæki
öll eru mjög af skornum skammti
og hvarvetna mikill óþrifnaður.
Er við skyggnumst um þiljur
þessarar ömurlegu fleytu, hljótum
við fljótlega að veita athygli manni
einum, sem með atferli sínu sker
sig greinilega úr hópi samfanga
sinna. Þessi maður gefur sig lítt að
öðrum, en situr löngum við skriftir.
Öðru hverju verður honum gengið
út að borðstokknum; þar staðnæm-
ist hann um stund og mænir
dreymnum augum til lands; svo
tekur hann enn á ný til við skrift-
irnar.
Ef við hefðum tækifæri til að
kynnast ritverkum þessa manns
nánar, mundum við komast að raun
um, að þau eru rituð á enska tungu.
Okkur þykir atferli mannsins allt
hið undarlegasta; vissulega mundi
óbreyttur danskur sjómaður gera
sér annað til dægrastyttingar við
svo erfiðar aðstæður en að skrifa
hvert ritið á fætur öðru á framandi
tungu, og því þykjumst við þess
fullviss, að hér sé énginn venjuleg-
ur maður á ferð.
Vera má, að af efni ritanna verði
nokkuð ráðið um uppruna manns-
ins, og því skulum við nú athuga
þau nánar. Þar er að finna sorgar-
leiki og gamanleiki, drög að sjálfs-
ævisögu, að ógleymdu litlu kveri,
sem fjallar um stjórnarbyltingu á
íslandi árið 1809. Það virðist því
ekki úr vegi að ætla, að maður
þessi sé að einhverju leyti við ís-
lenzk málefni riðinn. Sú er og raun-
in á, að nafn hans er órjúfanlega
tengt þeim atburði, sem einna sögu-
legastur hefur orðið á landi hér.
Maðurinn er enginn annar en Dan-
inn Jörgen Jörgensen, sem hafði
ráð þessarar litlu þjóðar í hendi
sér fáeina sumardaga árið 1809 og
varð síðar þekktur í íslandssögunni
undir nafninu Jörundur Hunda-
dagakonungur.
Lítið eitt hefur verið ritað á ís-
lenzku um æviferil Jörundar, eftir
að „yfirráðum" hans hér lauk og
hann var fluttur fangi til Bretlands
síðla sumars 1809. Mun það mála
sannast, að íslenzkir lesendur hafi
lengst af talið, að atburðir þeir, sem
hér gerðust sumarið 1809, hafi ver-
ið eina stóra ævintýrið, sem Jör-
undur rataði i um dagana. Annað
það, sem á daga hans dreif, bæði
fyrr og síðar, hafi engan veginn
verið í frásögur færandi, nema þá
helzt það, að hann andaðist að lok-
um saddur lífdaga í sakamannaný-
lendu suður í heimi.
Árið 1954 kom út á ensku
bók um ævi Jörundar og sýnir hún,
að þessi hugmynd er alls ekki alls
kostar rétt. Nefnist bókin The Vik-
ing of Van Diemen's Land og er
eftir Frank Clune og P. R. Step-
hensen. íslandsför Jörundar er þar
gerð verðug skil, en jafnframt seg-
ir frá öðrum ævintýrum hans, sem
mörg eru þess eðlis, að segja má,
að allur æviferill söguhetjunnar
hafi verið sönnun þess, að raunveru-