Úrval - 01.01.1970, Side 25

Úrval - 01.01.1970, Side 25
23 MIÐSVETRARVEIZLAN í THULE svitablaut, en að utan brynjuð af frosnu blóði og sjó. En meðan veiðigleðin varir, er maður sem í vímu. Sigurgleðin, vit- undin um mikið kjöt og tilhlökkun- in vegna aðdáunar annarra stapp- ar í mann stálinu. — En nú hurfu hvalirnir. Meðan við vorum að skera þann fjórtánda, hurfu þeir endanlega á brott Þeir voru vafa- laust skelfdir og leituðu langt í burt, og vel getur verið, að þeir hafi fundið auða rennu, ef til vill leið til hafs. Og víst máttum við vel við una. í þann mund er kon- urnar komu akandi með þreytta hunda okkar fyrir sleðanum, þar sem öll börnin sátu nú, var veið- : inni lokið, og þá hófst forleikurinn að veizlunum. Hér var nú haldin stóra miðs- vetrarveizlan í Thule þetta árið. Við, sem áveðurs búum, fyrir suð- vestanvindinum, erum nefnilega jafnan verr birgir af kjöti en fólk- ið hlémegin. Nú þurfti að senda af stað sleða til að breiða út fréttirnar um vetr- arveiði íbúanna við Melvilleflóann. Fyrst hugsuðum við þó um okkur sjálf. Náhveliskjöt er ekki vel fall- ið til suðu, en hrátt og frosið með spiki, er það nærandi og góð fæða, Ijúffengur forréttur, áður en tekið er til að höggva upp beinfrosinn mattakhauginn. Og í sannleika var nú höggvið. Öll viðhöfn var látin lönd og leið, hver tók sjálfur sem hann lysti, karlar og konur átu sam- an meðan rætt var um veiðina. Ekkert rúm fannst lengur á gólfi hússins, þannig höfðum við sankað að okkur kjöti og spiki og heilum breiðum af mattaki. Aðeins að magi manns væri ekki svona lítill. Jafnvel þótt maður fái sér blund öðru hverju, er ekki hægt að eta endalaust. Samt er matur og meiri matur það, sem hugurinn snýst í sífellu um meðan á ferð- inni stendur. En í þetta skipti höfð- um við girnzt meira en við gátum torgað, og þegar amman gamla kom með sitt lostæti, harðsteikta hamsa úr nýju spikinu, sem hún hafði brætt, þá veitti enginn henni neina sérstaka athygli. Hún hafði setið inni í hinu húsinu og brætt spik og hlakkað til að sjá fögnuð barnanna, og nú kom hún inn með fulla skál af þessu óvænta sælgæti; náhvelis- veiðin á sér nefnilega yfirleitt stað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.