Úrval - 01.01.1970, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
á sumrin. Við átum af skyldu einni
saman, fyrsta matargleðin var lið-
in hjá og kjálkarnir þreyttir.
Svo var farið að segja sögur. Ró
og værð færðist yfir okkur, og ég
sagði frá jólum eins og ég þekkti
þau úr öðru, fjarlægu landi, og frá
matskemmtunum, sem þar tíðkast.
En glampinn í augunum dofnaði,
og menn tóku að dotta. Við vorum
þreytt eftir veiðiskapinn og úttroð-
in af öllum þessum mat og svefn-
þurfi. Veiði, matur og gleði; við
þetta hafði tíminn liðið, en hve
lengi höfðum við enga hugmynd
um.
Eg vissi það eitt, að þannig höfðu
jólin liðið, mánaðardagurinn skipti
mig engu máli. Hann fyndi ég fljót-
lega þegar heim kæmi til horna-
mælisins míns og stjörnufræðinnar.
Hér naut ég þess eins að vera í
beinni snertingu við æðaslátt lífs-
ins sjálfs, heilbrigðar sálir í hraust-
um líkömum, gott fólk í dýrðlegu
umhverfi. Og hérna var ásinn, sem
gleðin snerist um þennan vetur.
Þennan mikla mat höfðum við
fengið sendan frá móður hafsins,
sem býr niðri á botni djúpsins. Af
auðæfum sínum sendi hún okkur
fjórtán stóra hvali, og aldrei heimt-
ar hún dýrkun nokkurs manns, ekki
einu sinni þakklæti. Menn þekkja
hana, virða og óttast. Nú bar okkur
aðeins að gera hinum byggðunum
viðvart, þá kæmu gistivinirnir og
dagarnir liðu við bumbuslátt og fé-
lagsgleði, en þó fyrst og fremst við
mat.
Fám dögum síðar hélt ég ferð
minni áfram með sleðann hlaðinn
kjöti og náhvelistönnum, og mér
fylgdu minningarnar um allt það,
sem ég hafði séð, um jól, þar sem
hver mínúta var lofsöngur til gleð-
innar og þrunginn þeirri elsku til
lífsins, sem ég mujn aldrei geta
gleymt meðan ég lifi.
Það, sem við álítum vera örlagaríka óhamingju fyrir okkur, kann
bara að reynast olnbogaskot, sem vekur okkur og heldur okkur við efnið.
Eiginkonan horfir á eiginmanninn, sem er að reyna að veiða með
stöng í vatnsfötu í eldhúsinu. í fötunni e.r vatn, en enginn fiskur. Hún
snýr sér að vinkonu sinni o.g segir: „Ég færi með hann til sálfræðings,
ef okkur vantaði bara ekki svo óskaplega fisk í soðið núna.“
Skilgreining fyrirbrigðisins „krepputímar“: Það eru tímabil þau, þeg-
ar við verðum að vera án ýmissa þeirra hluta, sem afa okkar og ömmu
dreymdi jafnvel aldrei um.
Það var skollin á hitabylgja, og t.vær ,flær ákváðu að flytja sig úr
svefnherberginu fram í setustofuna.
,,Jæja,“ sagði önnur, „eigum við að hoppa eða taka hundinn?"