Úrval - 01.07.1972, Qupperneq 31
IKVENNABÚRI OLÍUFURSTANS
29
Sheikinn sagði nokkur orð við
bílstjórann a arabisku. Bilstjórinn
kinkaði kolli og brosti. Hann var
ánægöur með kjörin. Sheikinn fór
aftur, en hálfri stundu seinna vorum
við sóttar og farið með okkur út i stóra
skipið. Við vorum iátnar i glugga-
lausan klefa.
EYÐILEGGING.
Við höfðum þar nokkurn munað og
nutum hans, þótt við vissum örlög
okkar. Mörgum klukkustundum
seinna var vélin stöðvuð. Farið var
með okkur upp á þilfar og niður i
bátkænu. Siglt var til lands, og þar
biðu tveir jeppar. ,,Mér er sama,”
sagði Helga. „Bara að þeir skilji
okkur ekki sundur”
Nú tók ferðin skamma stund.
Klukkustundu seinna birtist höllin.'
Gömul kona tók á móti okkur og sagði,
að við þyrftum ekki að óttast. Furst-
inn vildi okkur hið bezta. Hún benti,
og tveir svertingjar komu og tóku um
handleggi okkar. Farið var meö okkur
í stórt, skreytt herbergi, þar sem
feitur maður sat, hreyfingarlaus og
þögull. Hann starði á okkur, en augu
hans voru sem llflaus. Eftir langa hrlð
kinkaði hann kolli. Ég var að brjálast
og Helgu leið ekki betur.
Þrælarnir þrifu I okkur og við vorum
neyddar til að setjast hjá feita mann-
inum. Þrælarnir fóru út og lokuðu
'dyrunum. Feiti maðurinn sneri sér að
Helgu og reyndi að brosa, en brosið
var afskræmt. Hann reif fötin af
Helgu með meiri styrk en maður heföi
búizt viö af honum. Hún hljóðaði.
Svona hófst llf okkar I kvenna-
búrinu. Við höfum ekki verið skildar
sundur, en það er „aðeins” af því að
viö erum aðalskemmtunin hjá
herranum. Ég veit, að við verðum
eyðilagðar. Þaðer langtkomiö . .”
Roskin kona leit inn á listasafn, þar sem verið var að halda sýningu á
abstraktmálverkum. „Hvað á þetta að tákna?” spurði hún eftirlits-
manninn og benti á eitt málverkið.
„Þetta er mynd af málaranum sjálfum,” svaraði hann.
„Og þetta?” spurði hún og benti á annað.
„Þetta er kona málarans.”
„Jæja,” sagði sú gamla og dæsti, „ég vona bara að þau ætli sér ekki að
eignast nein börn.”
Maður, sem var að koma úr sumarleyfi suður i Florida, sagði kun-
ningjum sinum, að sólskinið hafi verið mjög indælt og verðið á öllu of-
boðslegt. Hann minntist þess, að eigandinn hafi staðið úti fyrir dyrum
gistihússins einn daginn og virt fyrir sér sólarlagið, en slðan hafi-hann
stungið hausnum inn úr dyrum andyrisins og kallað til eins gestsins, sem
sat I biðsalnum: „Sólarlagið er stórkostlegt núna I kvöld. Þér ættuö að
koma út og horfa á það.”
„Jæja, þá það.” svaraði gesturinn dálitið hikandi. „En hve mikið kostar
það?”