Úrval - 01.07.1972, Side 47
FLÓTTIFRÁ KOBU
45
sem það orgaði hástöfum af kvölum
þorstans. Sjórinn hafði ert hörund
barnsins, og það klóraði sér, þangað til
blóðið lagaði úr þvl.
A níunda degi varö ógnvænleg
breyting á hegðun og útliti barnsins.
Nú lá það kyrrt I fangi móður sinnar ...
allt of kyrrt. öðru hverju hristi Vener-
anda það til eða Antonio teygði sig i
áttina til þess til að fitla við hendurnar
á þvl Ileit að viðbrögðum. Barnið opn-
aði þá augun sem snöggvast, staröi
tómlega út i bláinn og sofnaði svo
aftur.
Að Antonio undanteknum var áhöfn-
in orðin máttlltil, næstum vonlaus.
Þorstinn og magnleysiö var að vinna
bug á henni. En Antonio trúði þvi statt
og stöðugt, að þau væru að nálgast
takmarkið. Flugvélar flugu oft fram-
hjá 16-8 milna fjarlægð I austurátt. Og
I hvert skipti veifaöi hann árinni, sem
hann hafði hnýtt bleyju.við
„Þú ert vitlaus, Antonio”
Snemma aö morgni ellefta dagsins
varð Antonio var við breytingu á and-
rúmsloftinu. Hann fann ilminn af
regnvatni. Það var farið að rigna ein-
hvers staðar I austri, og vindurinn blés
nú regnskýjum I áttina til þeirra.
„Það fer að rigna!” hrópaði hann
ofsakátur. „Þið Luis og Julio skuluð
taka plastpoka og halda honum opn-
um, svo að það geti rignt ofan I hann!
Þegar fer að rigna, skuluð þið öll llta
upp og láta regniö falla inn I munninn
á ykkur.”
Það hellirigndi i um 10 mlnútur, svo
aö þau urðu holdvot. Enginn sagði orö
á meöan. Þau voru öll að njóta þess
stórkostlega munaðar að bragða
ferskt vatn. Eftir að regnskýin voru
farin fram hjá, fyllti Veneranda pela
drengsins með vatni og lét hann
drekka helminginn af þvi. Hann org-
aði hástöfum, af þvl að hann vildi fá
meira, en móöir hans beitti sig hörku
og geymdi afganginn, þótt hún ætti
erfltt með að neita drengnum um
meira, þar eð hún vissi, að henni bæri
að geyma það þangaö til um kvöldiö.
Antonio hélt þvl stöðugt fram, að
þau væru farin að nálgast endalok
þessarar hræðilegu ferðar, en hinir
mennirnir voru ekki eins bjartsýnir og
hann. Þeir höfðu treyst þvl, að dóm-
greind Antonios og mat á öllum að-
stæðum mundi tryggja þeim frelsið.
En þeir höföu nú glatað allri von og
gefizt upp, og þeir kenndu honum um
þetta allt saman I örvæntingu sinni.
„Þú ert vitlaus, Antonio. Við siglum I
hringi. Þú hefur verið að ljúga að
okkur.”
Um nóttina fór að hvessa, og storm-
urinn kastaði flekanum til. En storm-
inum fylgdi engin rigning. Antonio
var hræddur um, að einhver mundi
skolast útbyrfeis, og þvi hrópaði hann:
„Haldiö ykkur öll vakandi! Notið ár-
arnar. Sitjið upprétt.” Svo lygndi um
klukkan fjögur aö morgni. öldurnar
lægði, og stjörnurnar tóku að blika.
Antonio sá ljós, sem hreyfðust ekki
langtlburtu. „Þetta er skip!” hrópaði
hann. Slðan sá hann fleiri ljós. „Skip,
mörg skip! Okkur verður bjargað!
Róið nú allir!” Mennirnir æptu nú
stöðugt á hjálp, en enginn svaraði
bænum þeirra.
„Það skiptir engu máli,” sagði
Antonio hughreystandi röddu við þá.
„Það eru mörg skip þarna. Og sjó-
mennirnir sjá okkur, strax og dagar.
Við veröum að halda áfram að róa!”
Einhvern veginn tókst mönnunum
að róa með þvl að neyta ýtrustu
krafta. Og skyndilega kom risavaxinn
skrokkur olluskips I ljós I aðeins tæpra
200 metra f jarlægð I grárri skimu dög-
unarinnar. Þetta var olluskipið „Key