Úrval - 01.07.1972, Page 72
70
ÚRVAL
Lækningamiöillinn
Einari var tjáð á miðilsfundi,
að hann skyldi verða milligöngumaður framliðinna lækna,
og hann helgðai sig þvi starfi.
Eftir Erling Daviösson.
\{/
*
INS OG okkur var kennt
/K I skóla.höfum viö „sjón,
U (:)’ heyrn, ilman, smekk og
'4' hj tilfinning”, en sumir
viröast á öllum tlmum
hafa haft fleiri skilninga-
vit og getum viö lesiö um
þaö I þjóösögum, fornbókmenntum og
Bibliunni, og svo i mörgum bókum
siöustu ára, sem fjalla um dulræn efni
og um ungt fólk, sem gætt er fleiri eöa
færri merkilegum hæfileikum, eins-
konar auka-skilningarvitum, sem viö
læröum ekki um i bernsku. En i
bókum hinum nýju um dulræn efni,
segir frá skyggni, dulheyrn,
fjarhrifum, ósjálfráöri skrift, hlut-
skyggni, hreyfifyrirbærum, likamn-
ingum, huglækningum, forspám,
dásvefni og enn fleíru. Auðvitaö er
þetta hiö forvitnilegasta efni til
Ihugunar, og fróðlegt er aö kynnast
ýmsu þvi fólki, sem slikum gáfum er
gætt, talar t.d. við framliöna nærri þvi
eins og maöur talar viö mann, sér
gegnum holt og hæðir, veit óorðna
hluti og þessháttar, talar jafnvel
annarlegum tungum i dásvefni o.s.frv.
Þetta vekur sumum hrollkennda
tilfinningu, eins og draugasögur i
dimmum baðstofum fyrr á árum, er
öllu venjulegu fólki nokkurt
umhugsunarefni og vekja þær spur-
ningar, sem knýja á og krefjast svara
og meiri leitar I völundarhúsi hins
torræöa i andlegum efnum.
En einhvernveginn hefur það farið
svo i veröldinni, aö menn hafa fremur
kosiö sér þaö verksviö að ná valdi yfir
hinu efnislega en þvi andlega. Þvi vita
menn nú meira um tunglið en andlega
orku og hæfileika einstaklinganna —
meira um kjarnorkuna en annaö lif og
mætti þó ætla aö hiö siðarnefnda
kæmi okkur talsvert viö. Og menn
endasendast um lönd og álfur i svo
hraöfleygum þotum, aö hljóöið, sem
fram að þessu hefur þótt komast leiöar
sinnar, dregst afturúr, eins og einhver
„latibrúnn”. í kapphlaupinu mikla
um hraða og i hraða, og gjörbyltingu i
hinum efnislega heimi okkar, hefur að
mestu gleymzt aö fá svar viö spurn-
ingunni um þaö, hvort hiö
hraöfleyga, verkvisa mannkyn lifi
likamsdauðann og hvernig, þegar þar
aö kemur aö hægja verður feröina, og
augu manna lokast i siöasta sinni.
Margir efast um þaö, þótt kristnir
kallist, aörir hafa „sannanir fyrir
sig”. Kristur boðaöi kærleika meðal
mannanna og hann boðaði einnig
annaö lif. Samt er spurt: Eru
framliönir yfirleitt til og hvernig eru
þeir þá? Og hvað veröur um okkur
eftir likamsdauöann? Sumir dulrænir
— Úr Súlur.