Úrval - 01.07.1972, Qupperneq 89
SIÐUSTU DAGAR MUSSOLINIS
87
fjöBur. En þaö varö samt að hætta á
þetta.
SKorzeny pantaði .nú svifflugur
þessar. Var þar um aö ræöa 12
flugvélar til þess aö draga svif-
flugurnar og 12 venjulegar svifflugur.
Hver sviffluga átti að bera 10 vopnaða
menn, fallhlífarmenn eöa
stormsveitarmenn Skorzeny. Þar aö
auki var beöiö um litla könn-
unarflugvél af geröinni Fieseler-
Storch, en þaö var eina flugvélin, að
undanskildum þyrlum, sem átti að
geta lent á svona takmörkuöu svæöi.
Gengi allt að óskum, mundi flugmaður
litlu flugvélarinnar hafa mikilvægan
farþega með sér i bakaleiðinni.
Flugvélarnar og svifflugurnar hófu
sig til flugs frá flugvelli nálægt Róm b.
12. september og komu til á-
kvörðunarstaðar nálægt Monte Cor-
notindi um klukkan 2 siödegis.
Skorzeny var I fremstu svifflugunni.
Virstrengurinn á milli dráttarflug-
vélarinnar og svifflugunnar var nú
leystur, en hann var 50 metra á lengd.
Og þá hentist svifflugan skyndilega
fram á við.
Flugmaðurinn i svifflugunni virti
gaumgæfilega fyrir sér landslagið
umhverfis litla hjallann. Hann var
mjög taugaóstyrkur. Einu
ljósmyndirnar, sem flugmennirnir
höfðu haft til þess að glöggva sig á
staðháttum, voru ógreinilegar og
aðeins tæpir sex þumlungar á hvorn
veg. I öðru horninu vinstra megin sást
gistihúsið eins og dökk klessa með
hvitri steinsteyptri stétt framan við
suöurhliðina. Landið umhverfis virtist
hljóta að vera á tunglinu. Svo
hrikalegt var það. En litill þrihyrn-
ingur vestan viö gistihúsið táknaði
engi, og hafði það verið valið sem
liklegur lendingarstaður.
Nú var þessi dökka klessa að taka á
sig skýrari lögun. bar var um að ræða
byggingu, sem var sem U i laginu.
Svifflugan flaug skáhallt yfir hana i
450 feta hæð. Pinulitlir menn, sem
virtust ekki stærri en maurar,
streymdu nú út um aðaldyr gistihúss-
ins. A þessu sama augnabliki sáu allir
svifflugmennirnir þrihyrnda „engið”
greinilega. Þessi kærkomna lend-
ingarbraut þeirra, sem þeir höfðu
álitið vera engi, var i rauninni helzta
skíöabrekkan við gistihúsið!
„SKJOTIÐ EKKI!”
A þessu augnabliki sat Foringinn viö
borð I herbergi nr. 201 i gistihúsi þessu.
Hinum megin sat fjárbóndi þaðan úr
nágrenninu, Alfonso Nisi að nafni.
Fjórum dögum áður hafði öryggis-
vörðurinn stungið upp á þvi við Nisi,
að hann stytti Foringjanum stundir.
Hann hafði samþykkt það, en var ekki
allt of ánægður með það, þvi að honum
fannst Foringinn óskaplega mis-
lyndur. Annað veifið var hann argur
og uppstökkur, en siðan varð hann
óskaplega niðurdreginn.
Maðurinn, sem Nisi sá sitja þarna
andspænis sér, klæddan krympluðum,
gljáandi jakkafötum, bláum að lit og
slitnum og óhreinum skóm, hafði nú
breytzt i vonlausan og örvæntingar-
fullan smábónda, sem bölvaði ör-
lögum sinum. Kvöldið áður hafði það
verið tilkynnt, að Badoglio ætlaði að
afhenda Bandamönnum hann, og um
nóttina hafði hann gert misheppnaða
tilraun til þess að skera sig á púlsinn á
vinstri handlegg með rakvélarblaði.
Svo hafði hann kallað á varðmann i
flýti, sem hafði borið joð á skrámuna.
Nisi hélt þvi fram, að hann gæti spáð
fyrir um ókomna atburði. Og til þess
að stytta Mussolini stundir fór hann að
leggja spil á borðið og athuga þau
síðan gaumgæfilega. Svo þegar flug-