Úrval - 01.07.1972, Side 96
94
ÚRVAL
við eftir augnablik: ,Segðið ekki
hinum frá því, sem þér hafið orðið
vitna að hérna.”
Chiot leit á Mussolini. „Hann virðist
vera eins og barn,” hugsaði hann með
sjálfum sér. „Hann er alveg eins og
dauöadæmdu fangarnir voru siðustu
stundir sinar.”
EIGINKONA GEGN HJAKONU.
Mussolini, sem hafði eitt sinn dáð
vald nazistanna, stundi nú undir þunga
þess. Þjóðverjar höfðu ekki aðeins
valiö honum húsnæði við Gardavatn,
heldur höfðu þeir einnig sent honum 30
manna stormsveitarlið til þess að gæta
hans nótt sem nýtan dag. Fjöldi varð-
stöðva einangraði hann algerlega frá
umheiminum. Einu tengsl hans við
umheiminn voru um þýzka herslma-
stöð, en i gegnum hana voru öll slmtöl
við bækistöð Mussolini afgreidd.
Það rikti megnasta ringulreið I her
hans. Þrjár nýjar herdeildir, sem
höfðu allar verið þjálfaðar I Þýzka-
alndi, sneru nú heimleiöis með mjög
slæman útbúnað. „Þeir vilja ekki, að
lýðveldi mitt hafi I rauninni neinn sér-
stakan her!” sagði Mussolini kvört-
unarrómi. í september árið 1943 höfðu
Ibúar Napoli gert ódulbúna uppreisn
til þess að reyna að losna undan yfir-
ráðum nazistanna. Þeir flúðu síðan
þúsundum saman upp I fjöllin. Margir
þeirra voru kommúnistar og sósíal-
istar. Þetta var visirinn að skæruliða-
sveitum, sem brátt fjölgaði geysilega,
þangað til þær töldu samtals um
200.000 manns.
Aður hafði heimili Mussolini alltaf
verið honum athvarf frá öllum hans
erfiöleikum, eins konar friðsæl eyja
mi.tt I ólgusjó hversdagsleikans.
Jafnvel þegar þau bjuggu I stórhýsi I
Róm, hafði Rachele stjórnað þar öllu
eins og á búgarði I Romagna. Hún
hafði gengið um með svuntu og fóðrað
kjúklingana I bakgarðinum. En nú
hafði þessari ró verið splundrað, þegar
Rachele haföi uppgötvað, að Clara
Petacci, hjákona Mussolini, bjó nú
einnig við Gardavatn.
Claretta, sem var dóttir eins helzta
læknisins I Vatikanríkinu, hafði tignað
Foringjann allt sitt llf. Sem barn svaf
hún með mynd af honum undir kodd-
anum slnum. Hún hafði lært
ræðurnar hans, sent honum ljóö og
jafnvel boðið honum I afmælisveizluna
slna, þegar hún varð 14 ára.
Þau hittust fyrst árið 1933, þegar hún
var orðin 21 árs. Næstu mánuðina var
hún oft boðuð til Feneyjahallarinnar,
llklega 12 sinnum, til stuttra viðræðna
við Mussolini. Þá var ekki enn um
ástasamband að ræða þeirra I milli.
Arið 1934 giftist hún ungum liðs-
foringja, en svo sótti hún um aðskilnað
frá borði og sæng við hann innan
tveggja ára. Og upp frá því varð
dagleg nærvera hennar I Feneyja-
höllinni á flestra vitorði. En Rachele
komst ekki að sannleikanum, fyrr en
Mussolini var settur af. Hún hafði
alltaf vitað, að það voru fleiri konur en
hún I lifi Foringjans, en slik ástasam-
bönd ristu ekki djúpt og stóðu ekki
lengi. En ástasamband, sem hafði
staðið I heil sjö ár, var óneitanlega
annars eðlis.
Hún fylltist ofsabræði og ákvað að
láta til skarar skriða við konu þessa.
Hún hélt til einbýlishúss Clarettu
klædd köflóttri dragt og allvigaleg
ásýndum. í för með henni var innan-
rlkisráðherrann og vörublll.
hlaðinn 50 lögreglumönnum.
Franz Spoegler yfirstormsveitar-
foringi, sem var lifvörður Clarettu,
hringdi i flýti til Mussolini og skýrði
honum frá öllum aðstæðum. Hann
heyrði, að Foringinn greip andann á