Úrval - 01.07.1972, Síða 96

Úrval - 01.07.1972, Síða 96
94 ÚRVAL við eftir augnablik: ,Segðið ekki hinum frá því, sem þér hafið orðið vitna að hérna.” Chiot leit á Mussolini. „Hann virðist vera eins og barn,” hugsaði hann með sjálfum sér. „Hann er alveg eins og dauöadæmdu fangarnir voru siðustu stundir sinar.” EIGINKONA GEGN HJAKONU. Mussolini, sem hafði eitt sinn dáð vald nazistanna, stundi nú undir þunga þess. Þjóðverjar höfðu ekki aðeins valiö honum húsnæði við Gardavatn, heldur höfðu þeir einnig sent honum 30 manna stormsveitarlið til þess að gæta hans nótt sem nýtan dag. Fjöldi varð- stöðva einangraði hann algerlega frá umheiminum. Einu tengsl hans við umheiminn voru um þýzka herslma- stöð, en i gegnum hana voru öll slmtöl við bækistöð Mussolini afgreidd. Það rikti megnasta ringulreið I her hans. Þrjár nýjar herdeildir, sem höfðu allar verið þjálfaðar I Þýzka- alndi, sneru nú heimleiöis með mjög slæman útbúnað. „Þeir vilja ekki, að lýðveldi mitt hafi I rauninni neinn sér- stakan her!” sagði Mussolini kvört- unarrómi. í september árið 1943 höfðu Ibúar Napoli gert ódulbúna uppreisn til þess að reyna að losna undan yfir- ráðum nazistanna. Þeir flúðu síðan þúsundum saman upp I fjöllin. Margir þeirra voru kommúnistar og sósíal- istar. Þetta var visirinn að skæruliða- sveitum, sem brátt fjölgaði geysilega, þangað til þær töldu samtals um 200.000 manns. Aður hafði heimili Mussolini alltaf verið honum athvarf frá öllum hans erfiöleikum, eins konar friðsæl eyja mi.tt I ólgusjó hversdagsleikans. Jafnvel þegar þau bjuggu I stórhýsi I Róm, hafði Rachele stjórnað þar öllu eins og á búgarði I Romagna. Hún hafði gengið um með svuntu og fóðrað kjúklingana I bakgarðinum. En nú hafði þessari ró verið splundrað, þegar Rachele haföi uppgötvað, að Clara Petacci, hjákona Mussolini, bjó nú einnig við Gardavatn. Claretta, sem var dóttir eins helzta læknisins I Vatikanríkinu, hafði tignað Foringjann allt sitt llf. Sem barn svaf hún með mynd af honum undir kodd- anum slnum. Hún hafði lært ræðurnar hans, sent honum ljóö og jafnvel boðið honum I afmælisveizluna slna, þegar hún varð 14 ára. Þau hittust fyrst árið 1933, þegar hún var orðin 21 árs. Næstu mánuðina var hún oft boðuð til Feneyjahallarinnar, llklega 12 sinnum, til stuttra viðræðna við Mussolini. Þá var ekki enn um ástasamband að ræða þeirra I milli. Arið 1934 giftist hún ungum liðs- foringja, en svo sótti hún um aðskilnað frá borði og sæng við hann innan tveggja ára. Og upp frá því varð dagleg nærvera hennar I Feneyja- höllinni á flestra vitorði. En Rachele komst ekki að sannleikanum, fyrr en Mussolini var settur af. Hún hafði alltaf vitað, að það voru fleiri konur en hún I lifi Foringjans, en slik ástasam- bönd ristu ekki djúpt og stóðu ekki lengi. En ástasamband, sem hafði staðið I heil sjö ár, var óneitanlega annars eðlis. Hún fylltist ofsabræði og ákvað að láta til skarar skriða við konu þessa. Hún hélt til einbýlishúss Clarettu klædd köflóttri dragt og allvigaleg ásýndum. í för með henni var innan- rlkisráðherrann og vörublll. hlaðinn 50 lögreglumönnum. Franz Spoegler yfirstormsveitar- foringi, sem var lifvörður Clarettu, hringdi i flýti til Mussolini og skýrði honum frá öllum aðstæðum. Hann heyrði, að Foringinn greip andann á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.